*Færslan er í samstarfi við Yeoman
Halló!
Ég fór í litla myndatöku heima með Yeoman um daginn. Þetta er myndaseríu sem heitir “Heima með..” og eru búin að vera kíkja heim til flottra kvenna. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg hugmynd á þessu skrítnu tímum.
Þegar Hildur Yeoman hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þátt í þessari myndaseríu, þá sagði ég strax já og var mjög spennt en um leið og ég var búin að skella á þá langaði mig að hringja aftur og hætta við. Ástæðan er og var sú að ég er ennþá smá óörugg með mig eftir fæðingu og meðgöngu og allt það. Það er samt að verða komið ár síðan ég átti en mér finnst ég ennþá ekki vera “ég”. Ég hugsaði samt strax að það er ótrúlega leiðinlegt að hafna eitthverju skemmtilegu verkefni bara útaf óöryggi. Ég vissi líka að ég myndi sjá eftir því ef ég myndi ekki gera þetta. Það er talað um að konur eru oft tvö ár að jafna sig eftir meðgöngu og fæðingu. Þegar ég heyrði það fyrst, fannst mér það ALLTOF langur tími en ég skil það núna. Það eru allir mismunandi og taka mislangan tíma. Stundum finnst mér þetta mjög erfitt og hef nánast ekki treyst mér í það að fara og máta föt. Það var því ótrúlega gaman að fara, máta föt hjá Yeoman og er ennþá smá hissa að þau vildu fá mig í myndatökuna haha. Hlín Arngríms tók myndirnar og er fagmaður fram í fingurgóma og lét mér líða svo vel. Ég fékk aukið sjálfstraust eftir þessa myndatöku, takk Yeoman og Hlín xx
Ég var að byrja prófa mig áfram með húðvörurnar sem eru fáanlegar í Yeoman. Þetta er franskar og náttúrulegar húðvörur sem henta sérstaklega vel fyrir þurra og viðkvæma húð. Pakkningarnar eru líka ótrúlega fallegar!
Yeoman er núna með 15% afsláttarkóða með kóðanum VALENTINES af völdum vörum fyrir Valentínusardaginn! Mæli með að kíkja í heimsókn í þessa fallegu verslun á Laugarvegi 7 að á hilduryeoman.com xx
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg