fbpx

HÁRSPANGIR Í UPPÁHALDI

HÁR

Halló!

Ég er algjörlega dottin á “hárskrautsvagninn” ef svo má segja og eru hárspangir í sérstöku uppáhaldi. Mér finnst svo ótrúlega auðvelt að gera hárið extra fínt með hárspöng. Ég krulla yfirleitt fremstu lokkana mína og tilli síðan spönginni á höfuðið, þá lítur það út eins og maður hafi verið mjög lengi að stússast í hárinu sínu en í raun og veru tók það bara 5 mín – love it! Það eru margar verslanir sem selja fallegar spangir, ZARA og AndreA eru í sérstöku uppáhaldi.

Demantaspöngin mín er úr ZARA og er ég búin að nota hana ótrúlega mikið. Þessi spöng er tilvalin fyrir hátíðirnar sem eru framundan og það gerir svo mikið fyrir heildarútlitið að vera með áberandi hárskraut við kannski “basic” dress. Það er einstaklega fallegt úrval af demanta hárspöngum í öllum stærðum og gerðum í ZARA – mæli með!

Ég á tvær svona spangir sem eru eins og hárbönd en eru í raun hárspangir. Þessar hárspangir keypti ég í H&M.

Þykk fléttuspöng úr flauel sem ég held mikið uppá keypti ég í ZARA og minnir mig að hún sé líka til í bleiku. Ég er oft með þessa dagsdaglega og virkar líka þegar maður vill vera aðeins fínni.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FARÐI SEM AÐLAGAST ÞINNI HÚÐ

Skrifa Innlegg