fbpx

HÁR, NEGLUR OG FÖRÐUNAR TREND 2019

Halló! Ég ætla fara yfir með ykkur hvaða trend verða áberandi árið 2019 þegar kemur að hári, nöglum og förðun. Ég gerði svona færslu í fyrra og var ótrúlega gaman að sjá hvað margt af því var rétt. Þessi trend eru þó alls ekkert heilög og á maður algjörlega að gera það sem maður vill en gaman að sjá!

GLOSSY MAKEUP

Náttúruleg og “blaut” húð var byjruð að koma mjög sterk inn árið 2018 og heldur áfram 2019. Ég persónulega er ótrúlega hrifin af þessu og er byrjuð að nota miklu meira af krem vörum heldur en púður.

BABY BANGS/BANGS

Stuttir toppar eða “baby bangs” verða áberandi 2019

LILAC HAIR

Fyrir nokkrum árum voru kaldir litir og fjólutóna litir í hári mjög áberandi og greinilega komið aftur

GREY TONES

Gráir tónar að koma aftur

STATEMENT LIPS

Litsterkar varir voru líka áberandi árið 2018 og verða það áfram 2019. Ég mætti klárlega vera duglegri að vera með liti á vörunum og aldrei að vita nema 2019 verði árið sem ég byrja á því!

ALMOND NAILS

Möndulaga neglur alltaf klassískar og verða áberandi 2019

LASH LIFT

Augnháralyfting verður áberandi árið 2019 og náttúruleg augnhár yfir höfuð. Ég er mjög mikil augnhára manneskja og nota oftast stök augnhár en langar mjög mikið að prófa augnháralengingar. Hefur einhver reynslu af því?

 

  Hvað finnst ykkur um þessi trend og hvert er ykkar uppáhalds? Þið megið endilega skilja eftir athugasemd og segja mér!

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BEST MAKEUP GOLDEN GLOBES 2019

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    10. January 2019

    Æðisleg færsla:*
    Mæli þó með að fara varlega með lashlift – svo einstaklingsbundið hvernig þín augnhár bregðast við. Í dag eru 17 vikur síðan ég fór í lashlift og sé eftir því á hverjum einasta degi – augnhárin mínu rústuðust og hafa ekki ennþá 100% endurnýjað sig <3