Guðrún Sørtveit

HALLÓ TRENDNET

 

Halló Trendnet! Ég heiti Guðrún Helga Sörtveit og er ný hérna á Trendnet.

Til þess að segja ykkur aðeins betur frá mér þá er ég 23 ára hafnfirðingur sem elskar snyrtivörur og allt sem tengist því. Ég er förðunarfræðingur, er í viðskiptafræði í HÍ og er nýbyrjuð sem flugfreyja hjá WOW. Ég á kærasta og erum við búin að vera saman í rúmlega sex ár. Þetta er svona það helsta en vonandi eigið þið eftir að kynnast mér betur hérna á Trendnet xx

Ég er búin að vera á samfélagsmiðlum í svolítinn tíma núna, ég var að blogga ein en er ótrúlega spennt að breyta til. Ég mun fyrst og fremst deila með ykkur ást minni á snyrtivörum en auðvitað munu koma færslur inn á milli sem tengjast lífinu mínu eða einhverju öðru sem mér finnst spennandi!

Ég hlakka ótrúlega til að deila með ykkur allskonar förðunarráðum, förðunum og mæla með snyrtivörum..

En þangað til næst, Guðrún Helga xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Skrifa Innlegg