fbpx

HALLÓ HEIMUR | STEINARSDÓTTIR SØRTVEIT

Halló kæru lesendur, ég sit hérna heima á þessum fallega degi og dóttir mín er við hliðiná mér.. vá hvað er skrítið að skrifa þetta og segja þetta uppáhátt.. dóttir mín!

Dóttir okkar Steinars mætti í heiminn með hraði þann 14.febrúar 2020 eftir 41v+6d meðgöngu. Ég hélt að þessi meðganga myndi aldrei taka enda og hélt ég að hún væri bara hætt við að koma haha en svo mætti þessi fullkomna stelpa í rauðri viðvörun, 17 merkur og 53 cm, litla Stormhildur Valentína eins og hún var kölluð á spítalanum.

Þessar seinustu vikur fannst mér tíminn líða mjög hægt og mér fannst ég vera bíða og bíða en ekkert gerðist. Við vorum búin að reyna allt en henni leið greinilega bara mjög vel og var ekki tilbúin að koma strax. Ég átti að fara í gangsetningu um morgunin þann 14.febrúar en ég fór síðan sjálf af stað aðfaranótt 14. febrúar og hún var mætt 8 klukkutímum og 20 mínutum seinna. Þetta gerðist allt mjög hratt, brjálaður stormur úti á meðan ég var í hríðum en um leið og hún kom þá varð allt rólegt. Það var mangað að fá hana í hendur og ég fann strax þessa yfirþyrmandi ástartilfinningu sem vex með hverjum deginum. Fæðingin gekk vel en var erfið fyrir 0kkur mæðgur. Mér finnst ótrúlegt hvað hún stóð sig vel og hvað svona lítil kríli eru dugleg. Ég mun kannski segja ykkur betur frá fæðingarsögunni seinna en mér finnst svo gaman að heyra fæðingasögur annnarra, hversu magnaðar eru konur? Eftir þessa fæðingu líður mér eins og ég geti gert allt.

Fyrstu dagarnir eftir fæðingu voru mjög erfiðir og yndislegir, bæði andlega og líkamlega. Við erum við ennþá að læra allt og kynnast hvor annarri. Ég upplifði mikinn sængurkvennagrátur og er ég ennþá að jafna mig á honum. Það eru svo miklar tilfinngar, allt svo spennandi, miklar áhyggjur yfir öllu og engu. Þetta er einn stór tilfinningarússíbani. Núna er komin næstum mánuður síðan að hún að kom í heiminn og erum við að njóta þess í botn að vera saman.

Ég hlakka til að deila með ykkur þessa nýja hlutverki x

Ég er svo þakklát xx

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

SNYRTIVÖRUR Á TAX FREE

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  10. March 2020

  Til hamingju með þennan dásemdar demant elsku nýbökuðu foreldrar – ekkert betra í þessum heimi <3

 2. Anna Bergmann

  10. March 2020

  Enn og aftur til hamingju með litlu prinsessuna. Gangi ykkur vel <3

 3. AndreA

  10. March 2020

  Innilegar hamingjuóskir með fallegu stúlkuna ykkar <3

 4. Sólveig

  10. March 2020

  Innilega til hamingju, en fallegur og einlægur póstur og dasamleg lítil stúlka.

 5. Svart á Hvítu

  10. March 2020

  Jiiiiminn sjá þessar sætu táslur!! Svo dásamleg enn og aftur til hamingju með fallegu dótturina og lífið <3

 6. sigridurr

  12. March 2020

  Innilega til hamingju! Hún er yndisleg xxxxx