fbpx

GULLFALLEG VORLÍNA FRÁ GUERLAIN

SNYRTIVÖRURVARIR

Vorið er svo sannarlega byrjað að láta sjá sig og vorlínurnar frá snyrtivörumerkjunum sömuleiðis. Ég fékk gullfallegan pakka frá Gueralin sem innihélt nokkrar nýjungar úr vorlínunni. Guerlain fer alltaf alla leið í PR pökkunum og gaman að sjá hvað allt var út hugsað. Ég varð bara að deila með ykkur þessum fallega pakka og vörunum sem eru hver annari fallegri.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Hérna er pakkinn og síðan það sem leyndist inn í honum. Ég var einstaklega ánægð með súkkulaði eggin sem voru næstum öll kláruð áður en ég gat tekið mynd haha.

Pakkinn innihélt púður, varalit og fljótandi varalit. Météorites Compact er fínmalað púður sem birtir yfirborð húðarinnar. Varaliturinn er kremaður og hjartalaga. Fljótandi varaliturinn er léttur á vörunum og þunn formúla sem hægt er byggja upp.

 

 

 

 

Ég var ekki lengi að setja á mig þessa nude tvennu.. ég elska nude varaliti einsog þið eruð eflaust byrjuð að taka eftir. Ég setti fyrst á mig varalitinn og síðan fljótandi varalitinn – útkoman kom mjög vel út.

 

Takk fyrir að lesa og vonandi eruð þið að hafa það æðislegt um páskana xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

DJÚSÍ DJÚPHREINSUN

Skrifa Innlegg