fbpx

GÓÐUR PRENTARI FYRIR MYNDAALBÚM

LÍFIÐ
*Færslan er ekki kostuð/Vörurnar keypti greinahöfundur 

Halló!

Loksins er ég búin að eignast prentara og nú geri ég ekki annað en að prenta út myndir! Það er ótrúlega róandi og gaman að dúlla sér í að prenta út myndir og gera fallegt myndaalbúm. Við fengum svo fallegt myndaalbúm frá vinafólki okkar í sængurgjöf og ætlum við að setja myndir frá fyrsta árinu hennar Áslaugar Rúnar í það. Ég sýndi þennan prentara á instagram og fékk ótrúlega viðbrögð, greinilega margir búnir að vera í sömu pælingum og ég.

Ég fyllist af gleði að fara yfir gamlar og nýlegar myndir, sérstaklega á þessum skrítnu tímum. Það er svo gaman að sjá góðar minningar á prenti og geta alltaf skoðað þær í myndaalbúmi en ekki í símanum. Við Steinar ákváðum loksins að fjárfesta í prentara en við vorum búin að fara mikið fram og til baka hvort við ættum að kaupa prentara eða ekki. Það kom líka til greina að láta prenta út myndir fyrir okkur en miðað við seinustu ár þá vorum við endalaust að fresta því.

Okkur fannst mjög erfitt að finna prentara sem hentaði okkur, við erum ekki með mikið pláss og vildum prentara sem ekki færi mikið fyrir en að gæðin væru góð. Síðan ákváðum við loksins að fjárfesta í prentara sem er fullkominn að okkar mati, fer lítið fyrir honum, einfaldur og þægilegur í notkun. Þetta er Canon Selphy CP1300 og er hann æðislegur. Það sem heillaði mig mikið við þennan prentara (já mjög spennt yfir prentara haha) er að það er hægt að prenta út myndir beint úr símanum. Ég hef svo oft ætlað að fara í gegnum myndirnar mínar í símanum og láta prenta út fyrir mig en það hefur frestast í mörg ár. Núna get ég einfaldlega prentað út hvenær sem ég vil og valið þá myndirnar bara úr símanum, ótrúlega einfalt og þægilegt!

Það er hægt að prenta beint úr símanum og er notast við þessi smáforrit.

Við mælum allavega með og erum ótrúlega ánægð með okkar. Núna er næst á dagskrá að finna fallega límmiða og penna.

Prentari fæst – hér

Blek og blöð – hér

Myndaalbúm – hér

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

ÁSLAUG RÚN

Skrifa Innlegg