fbpx

GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ANDLITSNUDDI

GÓÐ RÁÐHÚÐRÚTÍNASAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

Þið hafið eflaust tekið eftir því að ég elska allt sem við kemur húðumhirðu. Ég hugsa sérstaklega vel um húðina mína en reyni þó alltaf að gera það á mjög einfaldan hátt. Það þarf ekki alltaf að eyða miklum peningum eða tíma í húðumhirðu. Ég er mjög hrifin af öllu sem maður getur gert heima fyrir húðina sína og búið kannski til hálfgert “spa” heima fyrir.

Ég hef nokkrum sinnum farið í andlitshreinsun, þar tók ég fyrst eftir því hvað húðin er mikið nudduð og hvað ég varð alltaf ljómandi og fersk eftir það. Ég fór því að kanna þetta nánar og komst að því að andlitsnudd hefur marga góða ávinninga fyrir húðina.

Góðar ástæður fyrir andlitsnuddi:

1. Eykur blóðflæði húðarinnar

2. Getur komið í veg fyrir fínar línur

3. Eykur þéttleika húðarinnar

4. Meiri ljómi og ferskleiki

Það þarf þó alls ekki að fara alltaf í andlitsnudd eða andlitshreinsun, heldur hægt að gera heima spa og nota andlitsnuddtæki. Ég mæli með að gera þetta daglega og á hreina húð. Það er gott að gera þetta beint eftir hreinsun og setja síðan krem, þá er húðin líka meira tilbúin fyrir kreminu eða öðru. Mér finnst ég sjá mikin mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að vera duglegri að nudda á mér andlitið. Ég fæ líka oft spurningar út í húðina mína og ég myndi segja að þetta væri eitt af mínum “húðtrixum”.

Hérna er andlitsnuddtækið mitt, þetta er ótrúlega einfalt en gerir mikið fyrir húðina.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MAKEUP STUDIO HÖRPU KÁRA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  31. August 2018

  Langar svo að splæsa í eitt stk svona! x

  • Guðrún Sørtveit

   2. September 2018

   Já mæli svo mikið með! Sé svo mikin mun á húðinni minni eftir notkun <3