fbpx

GÓÐ KAUP Á KAUPHLAUP

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTÍSKA
*Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind

Ég og mamma gerðum okkur glaðan dag og kíktum á Kauphlaup í Smáralind í gær. Kauphlaup stendur yfir dagana 3-8.okt. Ég mæli með að kíkja og gera góð kaup og þá sérstaklega að kaupa jólagjafirnar. Sjálf ætla ég að gera það og verð örugglega mjög fegin í desember.

 

Við mamma kíktum í eina af okkar uppáhalds verslunum sem er ZARA og er einmitt einungis að finna í Smáralind. Verslunin er opin og falleg. Það voru ekki neinir afslættir í ZARA en þau voru að gera verðlækkun á mörgu og verðið hjá þeim er ótrúlega flott.

Ég sá að VITA ljósin í Dúka voru á 30% afslætti. Ég er með VITA ljós inn í svefnherbergi hjá mér,  svefnherbergið verður meira kósý og birtan frá því er ótrúlega falleg.

The Body Shop er með 30% afslátt af möskunum sínu. Ég hef lengi verið aðdáandi maskana þeirra og finnst mér maski alltaf vera skemmtileg gjöf.

Ég mæli með þessum hér! Þetta er mjög góður hreinsimaski sem dregur óhreinindi úr svitaholum og skilur húðina eftir ljómandi.

Líf & list er með mjög góða afslætti en ég nýtti mér það einmitt á seinasta ári þegar það var Kauphlaup í Smáralind og keypti mér hnífaparasettið og pottasettið. Ég mæli með þessu fyrir þá sem eru að byrja að búa eða safna í búið. Ég var mjög dugleg að safna og fékk óspart eitthvað fyrir búið í jólagjöf sem ég er mjög þakklát fyrir núna.

 

Þetta er einungis brot af því sem er að finna í Smáralind og bara hluti af verslununum sem við mamma kíktum í. Ég mæli svo sannarlega með að kíkja og gera sér góð kaup! 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

DEKUR AF BESTU GERÐ

Skrifa Innlegg