fbpx

GLAMÚR & GLIMMER BURSTAR

BURSTARSAMSTARF
*Ambassador Real Techniques
*Samstarf

Er ekki loksins komin tími á að fókusa aðeins á jólin? Ég held að þetta sem mín fyrsta jólafærsla þetta árið og er orðin mjög spennt fyrir jólunum. Ég er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur, húðvörur og allt sem viðkemur förðun. Þannig ég myndi segja að þessi tími væri algjörlega minn tími þegar kemur að glimmeri og glamúr. Það er líka svo margt fallegt í verslunum núna og ég er alltaf mjög spennt að sjá hvaða hátíðarsett kemur frá Real Techniques. Ég var samt svo heppin prófa burstana mánuð áður en þeir komu í verslanir, einn af ávinningum þess að vera andlit Real Techniques á Íslandi haha :-) Real Techniques kemur alltaf með hátíðarsett sem kemur einungis í takmörkuðu upplagi og er yfirleitt mjög frábrugðið upprunalegu burstunum. Það leynast líka alltaf nokkrir nýir burstar í hátíðarsettunum.

Núna þetta árið ákvað Real Techniques að hafa hátíðar burstasettin litrík, skemmtileg og björt. Burstarnir eru með silfurlituðu og neon lituðu skafti. Burstahárin eru þau sömu og úr klassísku línunni. Burstasettin innihalda vinsæla bursta frá Real Techniques sem eru til nú þegar en einnig leynast nokkrir nýir.

Mér finnst burstar alltaf vera klassísk gjöf og gaman að gefa bursta sem koma einungis í takmörkuðu upplagi, það gerir gjöfina meira sérstaka. Mig langar að deila með ykkur þessum lítríku og fallegu settum.

JÓLASKRAUT Á PAKKAN EÐA LEYNIVINAGJÖF

Þetta er ótrúlega sniðugt til að setja á jólapakkan, jólagjöf fyrir vinkonu/vin eða í leynivinagjöf. Ég get lofað ykkur því að ég mun hengja Real Techniques jólaskraut á jólatréið mitt ;-) Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og æðislegt að nota þessa litlu bursta þegar maður er að ferðast.

 

SLEIGH IN IT

Þetta sett inniheldur þrjá bursta, burstaveski og einn svamp. Burstarnir í þessu setti eru einstaklega góðir fyrir grunnin í förðun og veskið er æðislegt til að geyma burstana í eða nota sem snyrtibuddu.

Buffing Brush: Þessi bursti er æðislegur til þess að blanda út farða eða aðrar krem vörur.

Fan Brush: Þunnur og þægilegur bursti til þess að setja highlighter. Ég nota þennan bursta alltaf í highlighter og finnst hann lang besti highlighter burstinn!

Base Shadow Brush: Kúptur bursti og frekar flatur sem er fullkominn í að blanda út augnskugga.

Miracle Complexion Sponge: Klassíski svampurinn frá Real Techniques og er einstaklega góður að blanda út farða og krem vörur. Það er hægt að nota hann annars vegar rakan eða þurran. Ef maður vill fá létta þekju, þá er gott að nota svampinn rakan en ef maður vill mikla þekju þá er betra að nota hann þurran.

NEON LIGHTS

Þetta burstasett er hægt að nota á marga vegu og inniheldur þrjá nýja bursta. Þetta er fullkomið sett fyrir þá sem vilja ná fram fallegum grunn í förðun.

Ultimate Buffing Brush: Þetta ótrúlega stór og djúsí farðabursti sem er einstaklega góður í að blanda út farða.

Large Smudge Brush: Þessi bursti er frábær í að blanda út augnblýant eða setja augnskugga á neðri augnháralínuna.

Domed Shadow Brush: Þéttur bursti sem hentar ótrúlega vel að blanda út hyljara eða blanda út krem augnskugga.

Contour Fan Brush: Ég er mjög spennt fyrir þessum bursta en þetta er alveg eins og upprunalegi Fan brush nema þéttari og hentar því fullkomlega fyrir krem highlighter eða krem skyggingar.

Miracle Complexion Sponge:  Klassíski svampurinn frá Real Techniques og er einstaklega góður að blanda út farða og krem vörur. Það er hægt að nota hann annars vegar rakan eða þurran. Ef maður vill fá létta þekju, þá er gott að nota svampinn rakan en ef maður vill mikla þekju þá er betra að nota hann þurran.

Vonandi eru þið jafn spennt og fyrir þessum fallegu settum. Mig langaði líka að minna á að Real Techniques er fyrir alla, hvort sem maður er byrjandi eða lengra komin í förðun. Burstahárin eru líka gerð úr gervihárum og eru því cruelty free :-)

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KRULLUJÁRN SEM ÉG ER AÐ MISSA MIG YFIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Einars.

    18. November 2018

    Langar í allt!!
    Need in my life!!!