fbpx

GLÆSILEGT KONUKVÖLD PENNANS

LÍFIÐÓSKALISTISAMSTARF
*Færslan er gerð í samstarfi við Pennann

Það er svo sannarlega farið að styttast í jólin. Mér finnst þessi tími árs alltaf svo yndislegur en það er margt um að vera og mikið hægt að gera saman. Mig langaði að deila með ykkur einum skemmtilegum viðburði sem er á morgun (fimmtudagurinn 22. nóvember) en Penninn er með glæsilegt konukvöld. Þetta er kl. 17:00-20:00 í sýningarsal Pennans, Skeifunni 10 og því fullkomið að skella sér beint eftir vinnu með vinkonum, mömmu eða ömmu. Það eru allir svo uppteknir á þessum tíma árs og því gaman að gera sér smá dagamun. Það eru líka mjög góðir afslættir, happdrætti og því sniðugt að klára kannski eitthverjar jólagjafir. Ég er ennþá að safna í búið þótt það sé komið næstum ár síðan að ég flutti að heiman en góðir hlutir gerast hægt og hlakka ég því til að fara skoða enn betur á morgun!

Ég fékk að kíkja aðeins á úrvalið í dag og eru strax nokkrir hlutir komnir á óskalistann.

Mig er búið að dreyma um þennan snaga í þó nokkurn tíma, svo fallegur og klassískur

Sætur fíll

Þessi fallegi ruggustóll frá VITRA er einn af happdrættisvinningunum –  svo fallegur!

Ég mæli með að kíkja og gera sér glaðan dag en þið getið séð allt nánar um kvöldið hér xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GLAMÚR & GLIMMER BURSTAR

Skrifa Innlegg