*Færslan er í samstarfi við Purkhús
Halló!
Það er alltaf svo gaman að fara í útskriftir og fagna þessum stóra áfanga með fólki. Það er svo mikil gleði og hamingja. Ég er sjálf að fara í nokkrar útskriftir og ég er svo spennt að fara LOKSINS í veislu! Ég ákvað að taka saman smá lista fyrir mig og sem gæti vonandi hjálpað öðrum að fá hugmyndir. Þetta eru allt vörur sem eru fáanlegar í Purkhús sem er ein af mínum uppáhalds verslunum. Mér finnst úrvalið svo flott og margt sem er öðruvísi. Ég mæli einnig með að skoða gjafahugmyndirnar á síðunni þeirra en þá er hægt að skoða gjafir eftir verðbili sem er mjög þægilegt.
Triangle borðlambi – lilac – Fallegur fjólublár lampi frá HK Living. Hann er einnig til í öðrum litum en mér finnst þessi fjólublái litur svo fallegur!
Ilmkerti – northen soul – Fallegt og veglegt ilmkerti frá HK Living. Kertið kemur í keramik krús og því hægt að nýta í eitthvað annað þegar búið er að brenna kertið.
Rass vasi – Skemmtilegur og öðruvísi vasi.
Deco – stoneware – Stytta sem væri falleg á hillu, gólfi eða borði.
Kanna frá KLIMCHI – Gullfalleg kanna sem er handgerð úr Bohemian kristal.
Skelja diskur – Diskur sem er tilvalin á náttborðið til að geyma skartið.
YSL Coffee Table Book – Bækur sem eru fallegar fyrir augað en líka gaman að skoða. Fallegar bækur klikka aldrei í útskriftagjafir.
Kerti – Það er alltaf gaman að fá falleg kerti. Kerti og lítil bók er til dæmis mjög falleg útskriftagjöf.
NO. 2 – Green Gardenia Ilmkerti, Soy wax – Fallegt 100% soya kerti í veglegum umbúðum. Ég á sjálf svona kerti og lyktin er svo góð!
Circle blómavasi – Hvítur hringlaga vasi sem er svo fallegur.
Caya skál á fæti – Falleg keramik skál á fæti sem hægt er að nota í margt.
The Avocado Book – Skemmtileg bók fyrir þá sem elska avocado!
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg