*Færslan er ekki kostuð
Ég er mjög dugleg að fylgjast með hvað er nýtt í snyrtivöruheiminum og finnst einstaklega gaman að sjá þegar þekktir eintaklingar eru í samstarfi við snyrtivörumerki. Gigi Hadid fyrirsæta var að gefa út snyrtivörulínu í samstarfi við Maybelline en hún er búin að vinna mjög lengi með Maybelline og er eitt af andlitum snyrtivörumerkisins. Ég er búin að skoða þetta samstarf mjög lengi núna, búin horfa á allskonar myndbönd um línuna og verð bara að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þessu samstarfi.
Línan inniheldur augnskuggapallettu, skyggingarpallettu, ljómakrem, maskara, augnblýant, varablýanta og varaliti. Það er mjög flott litaúrval en mjög klassískt, einsog hún er. Mér finnst Gigi vera mjög inn í öllum helstu tískustraumum, algjör töffari, glaðleg, fyndin og finnst mér línan endurspegla það. Umbúðirnar eru mjög fallegar og að mínu mati þær flottustu sem Maybelline hefur gefið út.
Ég er ótrúlega spennt fyrir þessari línu og er hún á leiðinni til Íslands xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg