Þið eruð eflaust byrjuð að taka eftir því að ég held mikið uppá burstana frá Real Techniques. Ég er búin að vera safna þeim í nokkur ár núna og er alltaf jafn spennt þegar það koma nýir. Get Gorgeous settið var að koma til landsins og eru þeir svo ótrúlega flottir. Þetta sett kemur einungis í takmörkuðu upplagi þannig ég mæli með að hafa hraðar hendur. Settið inniheldur fjóra instapop bursta og eru tveir þeirra aðeins fáanlegir í þessu setti. Instapop burstarnir eru sérstaklega hannaðir til þess að fá þétta og fallega áferð. Ég var líka í mjög skemmtilegri myndatöku með Real Techniques sem ég mun deila með ykkur bráðlega, mjög spennandi!
*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques
Sköftin á burstunum eru litaskipt líkt og burstanir úr klassísku línunni. Hver litur táknar hvar hægt sé að nota burstana eða hvenær í förðunni sé hægt að nota þá. Það er þó að sjálfsögðu hægt að nota burstana í hvaða vörur sem er, hvort sem þær eru púður, krem eða fljótandi. Þetta er einungis gert til þess að einfalda fyrir manni.
Appelsínugulur er fyrir grunninn
Bleikur fyrir lokaskrefin í förðuninni
Fjólublár fyrir augnsvæðið
xo xo
Þeir eru ótrúlega sætir og sumarlegir xx
Settið inniheldur:
Instapop Full Cheek Brush
Þessi bursti er splunkunýr og er hann miðlungsstór sem hentar vel í kinnaliti eða aðrar púður vörur. Ég notaði hann um daginn í krem bronzer og fýlaði það mjög vel. Burstinn er einstaklega þéttur og nær því að blanda vörunni vel út án þess að dreifa henni útum allt, hann er því mjög nákvæmur.
Instapop Full Accent Brush
Þessi bursti er einnig nýr og er frábær til þess að setja highlighter á kinnbeinin, eða til þess að púðra minni svæði. Ég held að hann yrði líka frábær í hyljara.
Instapop Crease Brush
Þessi bursti er einstaklega þéttur og er frábær í að bera lausa augskugga eða glimmer á augnlokin. Ég notaði þennan um daginn einmitt til þess að setja lausan augskugga yfir allt auglokið, áferðin ótrúlega þétt og falleg.
Pointed Foundation Brush
Þetta er flatur bursti sem hægt er að nota í að bera farða á andlitið eða hyljara undir augun. Það er auðvelt að stjórna honum og er því frábær ef maður vill fá meiri þekju á ákveðin svæði.
Lip Brush
Þéttur bursti sem er einstaklega góður til þess að móta varirnar og fylla inn í. Það er líka hægt að nota hann til þess að fela bólur eða móta augabrúnirnar.
Ég hugsa að þetta sett væri frábær fyrir byrjendur og lengra komna. Það er mjög gott notagildi í þessu setti og ekki skemmir það fyrir hvað þeir eru krúttlegir!
Takk fyrir að lesa og vonandi eruð þið jafn burstasjúk og ég!
Þið getið einnig fylgst með mér hér.. Instagram: gudrunsortveit Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg