*Færslan er í samstarfi við Heilsuhúsið
Halló!
Það eru tilboðsdagar hjá Heilsuhúsinu dagana 6.-11.október og langaði mig að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum sem eru á afslætti og henta vel fyrir rútínuna. Heilsuhúsið leggur áherslu á að bjóða uppá gæða vörur sem eru náttúrulegar og lífrænar. Ég er búin að vera vinna með Heilsuhúsinu í næstum tvö ár núna og get því vel mælt með vörunum þeirra.
Mádara er merki sem ég hef oft sagt ykkur frá og gerði eitt sinni mjög ítarlega færslu um merkið þegar það var fyrst að koma til Íslands sem þið getið lesið hér. Mádara er merki sem ég er ótrúlega hrifin af og er sífellt nýjar vörur að bætast við vöruúrvalið þeirra. Ég bendi hiklaust á vörurnar frá Mádara fyrir þá sem vilja lífrænt, fyrir viðkvæma húð og fyrir þá sem vilja helst vegan snyrtivörur. Á meðgöngu og eftir fæðingu þá notaðist ég mikið við vörur frá Mádara því að húðin mín var svo viðkvæm.
MÁDARA Pro-active Sunscreen Stick SPF 50 – Sólarvörn er eitthvað sem maður á alltaf að bera á sig, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Þetta er sólarvörn sem kemur í þægilegum umbúðum sem auðvelt er að hafa í snyrtibuddunni.
MÁDARA SMART Anti Pollution Charcoal & Mud – Maski sem hjálpar húðinni þinni að losa sig við mengun og áreiti sem er að finna í umhverfinu. Black Northen leirinn og kolefnablandan eru stútfull af góðum andoxunarefnum sem afeitra og örva frumu endurnýjun. Maskinn inniheldur einnig A, B3 og 17 amínósýrur og nauðsynleg steinefni sem hægja á öldrunarþáttum. Húðin verður endurnærð, full af orku og ljómandi.
MÁDARA Vitamin C Illuminating Recovery Cream – Andlitskrem með C-vítamíni. C-vítamín hvetur til framleiðslu kollagens og elastíns sem eru byggingarprótein húðarinnar. Einnig dregur það úr litabreytingum og dökkum blettum. Hyalorinc sýra gefur húðinni góðan raka svo húðin verður fersk.
OptiBac Intimate Flora For Woman – Góðgerlar eru orðnir hluti af minni daglegu rútínu og notast ég alltaf við OptiBac góðgerlana. Núna er ég að taka inn góðgerla sem eru sérstaklega hannaðir fyrir konur. Þeir endurstilla heilbrigt pH gildi. Keppa um pláss við óæskilegar bakteríur. Myndar frumuboðefni og minnkar sýkingar. Framleiða H202 (Hydrogen peroxide), sem eyðir óæskilegum bakteríum og lækkar pH gildin).
MÁDARA Regene Optic Lift Eye Serum – Nýtt augnserum frá Mádara sem á að þétta, styrkja, gefa raka og næra augnsvæðið. Húðin er viðkvæmust í kringum augnsvæðið og á það líka oft til með að verða þurrt. Mér finnst órúlega mikilvægt að setja á mig augnkrem en mér finnst hyljarinn verða miklu fallegri á húðinni og endist mun lengur. Það er oft mælt með að byrja nota augnkrem eftir 25 ára aldur.
MÁDARA CityCC Hyaluronic Anti Pollution CC cream – Æðislegt CC krem eða léttur farði sem er fullkomin til að nota dagsdaglega. Ég hef oft sagt frá þessari vöru hér á blogginu og öðrum miðlum. Kremið jafnar tón húðarinnar, dregur úr roða og gefur góðan raka. Einnig verndar það húðina gegn mengun og óhreinindum sem eru að finna í umhverfinu.
MÁDARA Eye Lift Mask – Lífrænt vottaðir augnmaskar sem endurlífga og veita húðinni í kringum augun mikinn raka og lyftingu. Maskinn inniheldur Hýalúrónsýru, byggstöngulvatn og silkitrésektrakt sem tryggja öfluga þéttingu á húð og minnka öldrunaáferð. Þetta er byggt á einstakri vatnsgelatækni, magnað! Maskinn skilar virkum efnum djúpt í húðina og hjálpar til við að mýkja fínar línur, draga úr þrota og dökkum hringjum í kringum augun. Augnsvæðið verður rakafylltra, bjartara og ferskara. Elska að skella þessum maska á mig meðan ég er að vinna, læra eða þrífa – algjört life hack!
MÁDARA Reface Sleep & Peel – Spennandi vara sem vinnur að því að draga úr öldrun og þreytu merkjum húðarinnar á meðan þú sefur. Varan inniheldur meðal annars endurnærandi Birkivatn og Lactobionib sýru sem er áhrifaríkt andoxunarefni sem gefur raka, mýkir og á að slétta húðina.
MÁDARA Skin Equal Soft Glow Foundation – Yndislegur fljótandi steinefna farði sem gefur húðinni fallegan ljóma. Þetta er lífrænn farði sem endist ótrúlega vel á húðinni og gefur góða þekju.
Valens D2000 – Elska að taka D-vítamínið inn í sprey formi, mjög fljótlegt og þægilegt! Ég líka er með smá fóbíu að taka inn töflur, þannig fyrir mig að sleppa að taka inn töflur er algjör snilld!
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg