*Vörurnar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf/samstarf
Halló!
Ég held það fari ekki framhjá neinum að ég elska nude varacombo! Þegar ég var að byrja skrifa þessa færslu þá sá ég að þetta er held ég færsla númer fimm sem ég skrifa um nude varaliti. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað nude varalitur er eða nude varacombo en þá eru það þessir ljósu, brúnu, bleik eða ferskjutóna varalitir. Það er mjög persónubundið hvað hverjum og einum finnst vera þessi “fullkomni” nude varalitur. Ég á mína uppáhalds en er mjög dugleg að prófa mig áfram og er mjög kröfuhörð þegar kemur að nude varalitum. Ég blanda oft nokkrum varalitavörum saman til þess að ná fram litnum og áferðinni sem ég vil.
Varacombið sem ég ætla deila með ykkur að þessu sinni er varacombo sem er búið að vera miklu uppáhaldi hjá mér. Það er hægt að nota allar þessar vörur í sitthvoru lagi eða saman.
Ég nota Iconic Nude frá Charlotte Tilbury varablýant til þessa að móta varirnar og þetta er varablýantur sem ég hef oft nefnt hérna á blogginu og á instagram. Þetta er ótrúlega fallega nude varablýantur sem passar vel við marga varaliti. Því næst set ég ROUGE ALLURE INK 802 Beige Natruel frá Chanel sem er mattur fljótandi varalitur. Formúlan er ótrúlega þunn, þægileg á vörunum og þurrkar þær ekki. Þessi varalitavara helst líka vel á vörunum. Liturinn sem ég er með er frekar kaldur eða þetta er kaldari undirtónn en ég er vön en passar svo vel við varablýantinn og síðan set ég gloss yfir. Glossinn sem ég set yfir er einn af mínum allra uppáhalds og hef ég einnig nefnt hann oft hérna á blogginu en það er ROUGE COCO GLOSS 166 Physical frá Chanel. Þetta er ferskjutóna gloss sem passar einstaklega vel við nude varaliti og gefur fallega áferð.
ROUGE COCO GLOSS 166 Physical frá Chanel – Fæst í Hagkaup*
Iconic Nude frá Charlotte Tilbury – Fæst hér
ROUGE ALLURE INK 802 Beige Natruel frá Chanel – Fæst í Hagkaup*
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg