Ég er smá orðlaus yfir öllum þessum jákvæðu skilaboðum sem ég hef fengið í dag vegna viðtals sem kom í Fréttablaðinu. Þetta viðtal kom skemmtilega á óvart og er ég mjög sátt hvernig það kom út. Ég hélt fyrst að þetta væri snyrtivöru viðtal og var eiginlega ekki að búast við neinu nema að geta deilt skemmtilegum ráðum um förðun. Þetta símaviðtal endaði þó aðeins öðruvísi en ég átti von á og gaman að geta deilt mínum skoðunum.
Takk fyrir öll fallegu skilaboðin og það gleður mig mjög mikið að heyra hvað þetta hreyfir við mörgum.
Þið getið lesið viðtalið í heild sinni hér xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg