fbpx

FRÁBÆRT FYRIR FERÐALAGIÐ

BURSTAR
*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

Gleðilega páska kæru lesendur, ég er stödd í Noregi hjá ömmu minni og afa. Ég tók skyndi ákvörðun að skella mér með mömmu og pabba til Noregs. Ég er ættuð frá Noregi og þaðan kemur nafnið Sørtveit. Þetta er fyrsta fríið mitt í tvö ár og er ég að njóta í botn. Það er algjörlega nauðsynlegt að hvíla sig og það er svo sannarlega hægt í sveitinni hjá ömmu og afa. Þið getið fylgst með ferðinni inná instagramminu (@gudrunsortveit) mínu og séð myndir þar :-)

En að öðru mig langar að deila með ykkur algjörri snilld sem ég tók með mér í ferðalagið. Þetta er nýtt frá Real Techniques og heitir Expert Organizer. Þetta er nokkurskonar ferðahólkur til þess að geyma burstana sína í. Það getur oft verið flókið að finna stað fyrir burstana þegar maður er að ferðast og kemur því að góðum notum. Þetta er úr sílikoni og festist auðveldlega við spegla og gler. Ég hef einnig prófað að festa þetta á Alex hilluna mína frá IKEA og það virkar líka mjög vel. Það er hægt að fá nokkrar týpur, ýmist stóra eða litla.

 

Expert Organizer fæst Hagkaup, Krónunni, Lyfju og Lyf&Heilsu

Þarna er ég sitjandi á rúmminu að gera mig til og þetta auðveldaði makeup líf mitt svo mikið haha. Það fer líka lítið fyrir þessu í töskunni og auðvelt að þrífa þetta eftir notkun. Ég mæli sérstaklega með þessu fyrir þá sem eru að ferðast mikið eða hafa lítið pláss heima. Ég er líka alltaf með einn svona hólk heima á speglinum þegar ég er að mála mig og þá fara burstanir líka ekki útum allt. Það er mjög þægilegt að draga þetta fram þegar maður er að farða sig, gerir allt mun auðveldara!

 

Takk fyrir að lesa og vonandi eru þið að eiga yndislega páska með fjölskyldunni xx

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

GULLFALLEG VORLÍNA FRÁ GUERLAIN

Skrifa Innlegg