fbpx

FÖSTUDAGSDRESS & 32 VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGA

Halló!

Ég komst “loksins” aðeins út í gær en ég er búin að vera innilokuð að læra undir próf seinustu daga. Þessi önn er búin að vera frekar krefjandi, verandi í fullu námi, vinnu og ólétt. Mér finnst ég vera fyrst að finna fyrir því núna að ég sé orðin mjög ólétt. Það eru nánast tveir kjólar og einir skór sem ég passa í. Þannig kápur og jakkar bjarga mér til að breyta dressinu. Ég ákvað eiginlega strax að vera ekkert að kaupa mér nein föt á meðgöngunni nema ég keypti mér þrjá rúllukragakjóla sem ég er búin að nota til skiptis alla meðgönguna, ótrúlega góð kaup og hafa stækkað með mér. Ég er samt orðin frekar spennt að geta klætt mig í eitthvað annað á næsta ári.

Ég gerði hinsvegar ótrúlega góð kaup að mínu mati á Black Friday. Ég var að stússast á Black Friday og að klára jólagjafir, eins og svo margir og ákvað að kíkja aðeins í ZARA. Þar sá ég kápu sem mig var búið að langa að kaupa í nokkra mánuði en hætti alltaf við að kaupa. Þessi kápa var á 40% afslætti og ákvað ég því að slá til. Það er svo gaman að kaupa eitthvað sem manni er búið að langa í lengi, ég er svo extra ánægð með þessa kápu! Ég deildi mynd af mér í kápunni í gær á instagram (en ég er mjög virk þar) og margir að spurja um hana, ég vona að hún sé til ennþá en annars er ZARA með svo margar fallegar kápur í boði.

Mér finnst ég hafa lært svo mikið á því að vera ólétt og pæli núna meira en ég gerði, hvað ég er að kaupa og til hvers. Ég versla mér ekki oft föt en núna á meðgöngunni er ég eiginlega ekkert búin að versla mér.. hinsvegar búin að versla fullt af barnafötum haha.

Þessi kápa finnst mér algjör klassísk og veit að ég á eftir að nota hana mikið!

Sólgleraugu: Ray Ban

Kápa: ZARA

Trefill: ZARA

Taska: Bisou

32 vikur

Tók þessar myndir af krúttlegu hillunni hennar í seinustu viku xx

“Barnið vegur nú um 2,1 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 29 sm.”

– Ljósan (app)

Ég er komin 32 vikur í dag, 80% búin af meðgöngunni og eins og sagði hér að ofan þá er ég byrjuð að finna verulega fyrir óléttunni. Það tekur sérstaklega á að sitja í marga tíma og læra fyrir próf en fæturnir mínir eru að springa úr bjúg eða mér líður allavega þannig haha! Kúlan stækkar og það er orðið mun minna pláss fyrir hana. Það er magnað hvað þessi tími líður hratt en samt svo hægt. Mig langar að mála, breyta og taka allt í gegn. Það verður gaman að gera allt tilbúið fyrir hana eftir prófin.

Ég er líka búin að vera eitthvað svo lítil í mér og ólík sjálfri mér. Mér finnst ég finna fyrir gríðalegri pressu úr öllum áttum og er að ofhugsa allt. Þessar tilfinningar eru þó að hluta til eðlilegar vegna hormóna en í bland við kvíða. Það er samt gott að vera meðvituð um þessar tilfinningar og get þá reynt að bregðast rétt við þeim.

Þetta app er líka í miklu uppáhaldi hjá mér en það heitir Preglife – svo gaman að fylgjast með niðurtalningunni

Ég mæli síðan með að kíkja yfir á instagram-ið mitt en ég er að gefa aðventugjöf einu sinni í viku fram að jólum xx

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

JÓLAGJAFAHANDBÓKIN MÍN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur Sif

    9. December 2019

    Þú ert svo flott <3 og gaman að fylgjast með þér!!