fbpx

FÖRÐUNARTREND 2021: 80’S IS BACK!

FÖRÐUN

Halló!

Ég fer alltaf yfir nýjustu förðunartrendin á hverju ári og alltaf gaman að sjá hvaða förðunartrend verða vinsæl árið 2021. Mín spá er sú að 2000 tískan muni verða enn vinsælli árið 2021, bæði í hár, förðun og tísku. Náttúruleg förðun eða “no makeup” makeup haldi áfram að vera vinsælt.

LJÓMANDI HÚÐ

Ljómandi og fersk húð heldur áfram að vera vinsæl árið 2021. Það verður einnig lögð mikil áhersla á að draga fram það besta í þínu útliti.

80’s INNBLÁSIN FÖRÐUN

Þetta er ótrúlega skemmtilegt trend! Förðun innblásin af 80’s tímabilinu þar sem mikið var um liti og sterka kinnaliti. Ég hlakka mikið til að sjá 80’s förðun sett í nútíma búning.

LÖNG AUGNHÁR

Löng og náttúruleg augnhár munu vera áberandi. Þetta helst mikið í hendur við ljómandi húð en náttúruleg förðun heldur áfram að vera vinsæl. Þannig augnháralengingar gætu orðið vinsælar árið 2021.

LITAÐAR VARIR

Litaðar varir og náttúrulegar varir sem endast lengi á vörunum.

2000 INNBLÁSIN FÖRÐUN

 

 

2000 innblásin tíska hefur aukist mikið á þessu ári og mun það vera ennþá meira áberandi í förðun árið 2021. Brúntóna varir og þykkar augabrúnir.

Hvernig líst ykkur á, hvað er ykkar uppáhalds?

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

NÝTT FRÁ RORO

Skrifa Innlegg