fbpx

FÖRÐUNARTREND 2020

FÖRÐUN

Halló!

Nýtt ár og ný förðunartrend eru á næsta leiti. Það er gaman að sjá hverju er spáð vera áberandi í förðunarheiminum. Ég er búin að vera skoða seinustu daga hvað verður áberandi árið 2020. Eftir að hafa skoðað þetta er náttúrleg húð mjög áberandi. Það er verið að leggja enn meiri áherslu á náttúrulega húð en seinustu ár hefur einnig verið lögð áhersla á náttúrulega húð eða “no makeup, makeup”. Síðan er skemmtilegt að sjá að litir verða einnig áberandi árið 2020.

Maskari í björtum og áberandi lit

Marskari í björtum og áberandi litum. Það er jafnvel verið að tóna saman maskara og augnskugga. Það verður gaman að sjá hvort að þetta trend eigi eftir að vera áberandi.

Náttúrulegar gloss varir 

Það er alveg búið að segja bless við mattar varir og er nú lögð áhersla á náttúrulegar og glossaðar varir.

Náttúrulegur ljómi

Það er talað um “pre-highlight” en þá er verið að leggja áherslu á náttúrulegan ljóma og er mikill higlighter í púðurformi að minnka. Ég persónulega er mjög hrifin af þessu trendi!

Náttúruleg húð

Lögð verður meiri áhersla á farða sem gefa náttúrulega áferð og útlit. Þannig við munum líklegast sjá mikið af nýjungnum í förðum.

Andlitssteinar

Þetta trend kom seint á árinu og mun líklegast bara aukast 2020. Þetta er mjög skemmtileg leið til þess að breyta klassískri förðun í skemmtilega og öðruvísi förðun.

Pastel litir

Pastel litir verða áberandi, hvort sem það er í formi augnblýants eða augnskugga. Skemmtileg leið til að fríska upp á klassíska förðun.

Litsterkar varir

Litsterkar varir verða áberandi og eiga þá að tóna vel við náttúrulega húð.

Hvaða förðunartrend finnst þér flottast?

Það er alltaf gaman að skoða þessi trend en auðvitað á maður að vera alveg eins og maður vill. Það er langflottast að vera maður sjálfur!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GLIMMER FYRIR GAMLÁRS

Skrifa Innlegg