fbpx

FÖRÐUNARTREND 2018

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Mér finnst alltaf gaman að skoða förðunartrend ársins og sjá hvað er að koma sterkt inn. Ég var búin að hugsa mjög mikið hvað yrði vinsælt á þessu ári og það voru einhverjar af mínum getgátum réttar. Það er ótrúlegt hvað sum förðunartrend verða vinsæl lengi og sum detta út strax. Hérna eru nokkur förðunartrend sem eiga að verða áberandi árið 2018.

DRAMATÍSKUR EYELINER

Eyeliner-inn kemur sterkur inná þessu ári og þá sérstaklega dramatískur eyeliner með spíss (winged out).

VARALITIR ERU AÐ KOMA AFTUR

Síðustu ár hafa “liquid lipsticks” eða fljótandi varalitir einsog það er kallað á íslensku verið mjög mikið inn. Það voru allir með mattar varir og gleymdu glossinu. Það er samt búið að vera smám saman að breytast og held ég að varalitir, þessir klassísku og gloss séu að koma sterk inn aftur.

MEIRA GLIMMER

Glimmer heldur áfram að vera áberandi, þá sérstaklega allskonar steinar, flögur og slíkt.

FJÓLUBLÁR

Fjólublár er litur ársins og held ég að það muni spila einnig stór hlutverk í förðunarheiminum.

LESS IS MORE

“Less is more” eða minna af öllu heldur áfram að vera mjög áberandi í tískuheiminum. “Náttúrulegt” útlit eða “no makeup, makeup” er að koma mjög sterkt inn.

GLOW

Ljóminn heldur áfram að vera mjög áberandi og er eiginlega búinn að taka yfir skygginguna eða “countor-ið”. Ég tek þessu fagnandi enda elska ég ljómandi og ferska húð.

LITSTERKAR VARIR

Litsterkar varir verða áberandi 2018 og það verður gaman að sjá alla litina sem snyrtivörufyrirtækin koma út með.

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

DRAUMALISTI

Skrifa Innlegg