fbpx

FÖRÐUNARSPJALL: VALA FANNEY

SNYRTIVÖRUR

Það er löngu komin tími á næsta förðunarspjall og næsti viðmælandinn minn er Vala Fanney. Ég kynntist Völu Fanneyju í gegnum þennan samfélagsmiðla/förðunarheim og hef ég verið aðdáandi lengi! Hún ein af þeim fyrstu íslensku Youtuber-um sem ég byrjaði að fylgjast með. Hún er ótrúlega einlæg, klár og gaman að fylgjast með henni!

Hver er Vala?

Vala er 24 ára gömul stelpa sem hefur gaman af allskonar sniðugu fólki og dóti. Ég lærði förðunarfræði og útskrifaðist frá MOOD makeupschool árið 2013, síðan þá hef ég starfað við það, bæði sem förðunarfræðingur í snyrtivöruverslun og sem freelance makeupartist. En samhliða því hef ég stundað allskonar nám og eins og er er ég að læra bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Hvernær fékkstu áhuga á förðun ?

Ég man eiginlega ekki eftir því að hafa ekki elskað förðun – sagan segir að ég hafi verið sirka 2/3 ára þegar ég komst í snyrtibuddu fræknu minnar og hef hreinlega ekki komist upp úr henni síðan. Ég málaði vinkonur mínar fyrir böll í grunnskóla og menntaskóla og hef einhvernvegin alltaf elskað það. En það var svona í menntaskóla þegar ég fattaði að það væri hægt að vinna við þetta og gera þetta að einhverri alvöru. Ég útskirfaðist úr Versló vorið 2013 og svo nokkrum mánuðum seinna var ég mætt í förðunarskólann.

 

Hver er þín uppáhals förðunarvara ?

Ég hugsaði um þetta svar vel og lengi – það er náttúrulega engin vara sem ég gæti ekki lifað án. En mér finnst kinnalitur alveg ómissandi. Mér finnst förðunin verða til þegar maður setur smá lit í kinnarnar.. Það er allavega svona það skref sem ég gæti ekki hugsað mér að sleppa.

Annars finnst mér alltaf gott að eiga einhverskonar ljómadropa – þá er hægt að nota á svo marga vegu. Núna er ég að nota Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilburry – ekki dropar en svona kremuð ljóma-vara sem ég nota bæði undir og yfir farða og mikið á förðunarlausum dögum til þess að hressa aðeins uppá mig.

 

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ?

Þar sem að ég hef unnið í The Body Shop hérna á Íslandi síðan árið 2010 nota ég rosalega mikið af snyrtivörum þaðan, ég elska vörurnar og það sem merkið stendur fyrir. Allt er Cruelty Free og meirihluti vöruúrvalsins er vegan. Ég tók þá ákvörðun fyrir ca ári síðan að hætta að kaupa vörur sem væru prófaðar á dýrum – bæði húð- og förðunarvörur – og hefur það verið skemmtileg áskorun.

Ég blanda svolítið mikið saman, uppáhalds vörurnar mínar akkurat núna eru Camomile Cleansing Butter frá The Body Shop til þess að þrífa af allan farða. Japanese Matcha Tea Mask líka frá Body Shop – hann hreinsar húðina vel og nærir í leiðinni, ég nota hann sirka 2 sinnum í viku. Alpha Grapefruit Cleansing Lotion fá Mario Badescu (fæst hjá Fotia) hef ég verið að nota sem tóner og svo líka Vitamin C serumið frá þeim. Það jafnar út áferð og lit húðarinnar, gefur smá ljóma svo húðin virkar heilbrigðari.

Núna er ég líka að prófa vörur frá merkinu The Ordinary og finnst þær svolítið spennandi.

 

Flottasta förðunartrendið að þínu mati ?

Sko ég er mjög hrifin af svona “ókláruðum” förðunum, ss ekki svona instagram makeup lúkkum, sérstaklega á sjálfri mér. Mér finnst gaman að nota glimmer og svona en setja bara vel af maskara og sleppa augnhárum, leyfa húðinni að sjást í gegnum farða og vera bara svolítið náttúrulegri ef hægt er að orða það svoleiðis.

 

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum ?

Ekki einhverja eina, ég hef gaman af því að fylgjast með hvað allir eru að gera. Ég er heppin að eiga mikið af vinkonum sem eru líka förðunarfræðingar, skemmtilegast er að við höfum samt allar okkar eigin stíl og hef ég lært margt af því sem þær gera.

Ég fylgist samt með nokkrum flottum artistum á Instagram –

Katie Jane Hugehs er í miklu uppáhaldi – gerir fallegar og ljómandi farðanir (@katiejanehughes).

Anne Sophie Costa – mikið út fyrir kassan, litríkt og örðuvísi (@annesophiecosta).

Svo finnst mér Sandra Sif vera algjör snillingur! (@sandrasiff)

 

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án ?

Eingöngu vegna þess að ég held alltaf áfram að kaupa þessa vörur ætla ég að segja Camomile Cleansing Oil/Butter frá The Body Shop. Ég hef notað þær til skiptis í nokkur ár núna til þess að hreinsa af mér farða og finnst ólíklegt að ég muni fara að breyta því eitthvað á næstunni. Allur farði bráðnar af það sem að þetta eru svona olíu hreinsar og húðin mín er mjúk og nærð eftir notkun.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga ?

Góður hyljari – ég er mjög hrifin af Naked hyljaranum frá Urban Decay.

Vatnsheldur maskari – ég er með löng og bein augnhár og vatnsheldur maskari nær að halda þeim “krulluðum” lang best. Núna er ég að nota Cannonball frá Urban Decay, finnst hann mjög næs.

Augnhárabrettari – af sömu ástæðu og áður, löng og bein augnhár sem verða að vera krulluð svo þau líti vel út.

Rakasprey – til þess að fá smá líf aftur í andlitið, þau bræða allt saman (taka púðuráferð) og svo eru þau bara svo hressandi. Mitt uppáhalds er Vitamin C spreyið frá The Body Shop.

Olía – einhverskonar andlitsolía til þess að nota sem næturkrem.

 

Hver er lykilinn af fallegri förðun?

SKO sjálfsöryggi – vera með eitthvað sem manni sjálfum þykir fallegt og líður vel með, og þá verður maður alveg glæsilegur.

En eins og mörgum öðrum þá finnst mér falleg förðun byrja á húð sem er búið að undirbúa vel, það er, að hún sé hrein og nærð.

 

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð?

YOU DO YOU BOO!!

en líka alltaf að hreinsa húðina fyrir svefn – mjög mikilvægt!

Ég mæli með að fylgja Völu á samfélagsmiðlum

Instagram: Vala Fanney

Snapchat: Vala Fanney

Youtube: Vala Fanney

Blogg: valafanney.com

 

Takk æðislega fyrir spjallið elsku vinkona xx

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér

Instagram: gudrunsortveit

 

NORDIC FACE AWARDS

Skrifa Innlegg