FÖRÐUNARSPJALL: SANDRA SIF

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Það er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn Sandra Sif. Ég er búin að fylgjast lengi með Söndru á samfélagsmiðlum og það er alltaf gaman að sjá farðanirnar eftir hana. Hún er fáránlega hæfileikarík og komst nýlega inn í topp 30 í Nordic Face AwardsFyrir ykkur sem vitið það ekki þá er Nordic Face Awards ótrúlega flott förðunarkeppni á vegum Nyx Professional Makeup. Ég spurði hana út í keppnina, förðun og allt sem tengist því!

 

Hver er Sandra Sif?

Ég er 19 ára stúlka úr Hafnarfirði, búsett í Þrándheimi í Noregi. Ég elska að mála mig og taka förðunar myndir og myndbönd. ME sjúkdómurinn sem ég greindist með fyrir nokkrum árum leiddi til þess að ég fann mér þetta frábæra áhugamál! Ég byrjaði með förðunar Instagramið mitt árið 2016 sem er í alvörunni besta ákvörðun sem ég hef tekið, mér finnst það skemmtilegra með hverjum deginum sem líður.

Afhverju ákvaðstu að taka þátt í Nordic Face Awards?

Hahah ég ætlaði alls ekki að taka þátt í ár, mér fannst ég ekki vera “tilbúin” sem var algjör vitleysa. Það voru nokkrar stelpur sem ég er í sambandi við á Instagram sem spurðu hvort ég ætlaði ekki að taka þátt, þá fór ég að hugsa aðeins málið og að það gæti alveg mögulega gengið. Ég ákvað síðan að vera með og gera mitt besta, sem leiddi til þess að ég var svo heppin að vera valin í top 30 með fullt af ótrúlega hæfileikaríkum artistum.

Hvar fékkstu innblásturinn þinn fyrir fyrstu förðunina?

Ég var komin með hugmynd að förðun sem ég hafði hugsað mér að gera fyrir entry myndbandið og var búin að kaupa mjög flottar linsur við. Það endaði með því að ég var ekki nóguð ánægð með hugmyndina og þá fór ég að hugsa hvað annað ég gæti gert. Ég held að ég hafi fengið hina hugmyndina að lúkkinu strax daginn eftir. Ég fékk innblástur frá linsunum sem ég keypti og gerði lúkkið mitt út frá þeim! Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd og eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.
Förðunin sem kom Söndru í topp 30 í Nordic Face Awards, sjúklega flott!

En seinni förðunina?

Fyrir fyrstu áskorunina í top 30 þá var þemað “Pastel Dreams”. Mér datt í hug að gera gyðju í pastel litum, síðan þróaðist hugmyndin og ég fékk innblástur úr Norrænni Goðafræði. Mér fannst sniðugt að gera mína eigin útgáfu af Sif sem var kona Þórs, bæði vegna þess að millinafnið mitt er Sif og að það ekki mikið vitað um útlit hennar þannig að ég gat gert nánast hvað sem er.

Hvað er síðan næst hjá Nordic Face Awards?

Næst á dagskrá er að slaka aðeins á því ég komst ekki í top 15 sem var tilkynnt í dag. Ég er hinsvegar ótrúlega ánægð með þennan árangur, að hafa komist í top 30 í Nordic Face Awards! Ég er mjög þakklát og ánægð að hafa ákveðið að taka þátt vegna þess að ég hef lært svo mikið af þessu í förðun, upptöku og að búa til myndbönd. Þetta ferli hefur verið helmingi erfiðara og skemmtilegra en ég átti von á. Ég mæli svo mikið með að taka þátt í Nordic Face Awards, þetta er frábær upplifun!

Þið getið séð farðanirnar inná YouTube síðunni hennar hér 

Hvenær fékkstu áhuga á förðun?

Ég held að áhuginn hafi byrjað hægt og rólega í grunnskóla, ég byrjaði að æfa mig að gera augnfarðanir einfaldlega vegna þess að ég kunni það alls ekki. En áhuginn byrjaði af alvöru eftir að ég flutti til Noregs árið 2015. Ég byrjaði hinsvegar ekki gera allskonar farðanir fyrr en að ég opnaði förðunar Instagramið mitt. Áhuginn hefur aldrei minnkað, bara margfaldast!

Stíllinn minn er alltaf að breytast og þróast, þegar ég byrjaði árið 2016 þá var ég mikið að gera bara beauty farðanir. En nýlega kviknaði áhugi á skapandi og litríkum fantasíu förðunum.

Hver er þín uppáhalds förðunarvara?

Uppáhalds förðunarvaran mín í augnablikinu er YSL Rouge Volupté Shine varalitur í litnum 47. Þetta er fullkomin varalitur fyrir létta hversdagsförðun og sérstaklega núna fyrir sumarið.

 

Hvaða húðvörur notarðu og hvernig er þín húðrútína?

Ég byrja á því að nota Enzyme Cleansing Gel hreinsinn frá Mario Badescu daglega, en 1-2 í viku nota ég GingZing Refreshing Scrub Cleanser frá Origins. Næst strýk ég Aloe Calming tonernum frá The Body Shop yfir allt andlitið. Að lokum set ég á mig Acne Therapy olíuna frá Rå Oils, olían gerir húðina svo mjúka og endurnærða.

Flottasta förðunartrendið að þínu mati?

Náttúrulegar og úfnar augabrúnir, mér finnst það svo fallegt. Einnig er ég að elska ljómandi húð!

 

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum?

Ég lít mikið upp til Linda Hallberg, hún er sænskur förðunarfræðingur, bloggari og á sitt eigið förðunarmerki. Hún gerir alveg ótrúlega flottar farðanir, hún gaf mér innblástur til að byrja að gera svona örlítið óhefbundnar og öðruvísi farðanir. Einnig er hún svo yndisleg og frábær í eigin persónu, ég hitti hana í október í fyrra sem var mjög skemmtilegt.

Linda Hallberg og Sandra Sif

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án rakamaska, mér finnst gott að nota þá 1-2 í viku eða þegar ég finn að húðinni vantar extra mikinn raka. Mínir uppáhalds rakamaskar eru Origins Drink Up Intensive og Mineral maskinn frá Bláa Lóninu!

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?

  1. Brúnn maskari – Ég nota brúna They’re Real maskarann frá Benefit, ég hef notað Benefit maskara í mörg ár og þeir standa alltaf fyrir sínu. Ég nota alltaf brúnann maskara þegar ég er ekki með gerviaugnhár, mér finnst það fara mér betur og verður mun náttúrulegra.

 

  1. Glært augabrúnagel – Ég elska Clear Brow Gel frá Anastasia Beverly Hills. Mér finnst sniðugt að nota það ég er lítið sem ekkert máluð til að móta aðeins augabrúnirnar, þær haldast allan daginn!

 

  1. Beautyblender Pro – Besti svampur sem ég hef prófað, mjög þægilegt og fljótlegt að blanda út hyljara og farða með honum. Húðin verður alltaf flawless!

 

  1. MAC Strobe Cream – Gefur svo fallegan ljóma án þess að húðin verði olíukennd, ég nota það í nánast hvert skipti sem ég mála mig. Ég nota það í litnum Silverlite sem gefur fallegan silfurlitaðan blæ sem passar minni húð mjög vel.

 

  1. Hvítur farði – Eitthvað sem ég verð nauðsynlega að eiga þar sem ég er með mjög ljósa húð, ég get bókstaflega ekki málað mig án hans. Ég elska hvíta farðann frá LA Girl, besti sem ég hef prófað hingað til! Ég mæli svo mikið með honum ef þið finnið ekki farða sem passar ykkar húðlit, þá er sniðugt að blanda nokkrum dropum af þessum út í venjulegan farða.

 

Hver er lykillinn að fallegri förðun?

Það er mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel, með því þrífa og gefa henni raka áður en byrjað er að farða sig.

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð?

Ekki vera hrædd/ur við að prófa eitthvað nýtt, þorðu að vera öðruvísi og gerðu það sem þér þykir fallegt. Og ekki gleyma að æfingin skapar meistarann, eins óspennandi og það hljómar!

Takk æðislega fyrir spjallið Sandra og ég hlakka til að fylgjast meira með þér!

Ég mæli með að fylgja Söndru á hennar samfélagsmiðlum xx

@sandrasiff á instagram

sandrasifh á snapchat

Sandra Sif á YouTube

Þið getið líka fylgst með mér hér.. 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

GET GORGEOUS BURSTARNIR ERU KOMNIR!

Skrifa Innlegg