Það er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn hæfileikaríka Ingunn. Ég er búin að fylgjast lengi með henni á instagram, ótrúlega gaman að sjá allar fallegu farðanirnar sem hún gerir og hár. Hún leikur sér mikið með liti og fáránlega klár að gera fallegar greiðslur í hár. Ég ætla klárlega að biðja hana um að gera hárið á mér einn daginn! Við ætlum að kynnast henni aðeins betur hér xx
Hver er Ingunn?
Ingunn er 25 ára förðunarfræðingur og nýútskrifaður viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík sem hefur brennandi áhuga á förðun og hárgreiðslum og finnst fátt skemmtilegra en að dunda sér heima að búa til ný look fyrir Instagramið.
Hvenær fékkstu áhuga á förðun?
Frá því að ég var lítil hef ég alltaf haft áhuga á snyrtivörum en mamma mín og systir máluðu mig alltaf í grunnskóla því þá kunni ég ekkert. En svo var það ekki fyrr en í menntaskóla sem áhuginn kviknaði að alvöru, eftir að ég byrjaði að horfa á myndbönd með Lisu Eldridge og fór að herma eftir henni þá var no turning back.
Hver er þín uppáhals förðunarvara?
Einmitt núna er uppáhalds varan mín Diamond and Blush pallettan frá Natasha Denona, hún er svo frábrugðin öllum pallettum sem ég hef átt. Elska hana.
En annars er góður hyljari alltaf í uppáhaldi, ég nota oft bara hyljara þar sem mér finnst húðin ójöfn og dags daglega fýla ég það mun betur en meik. Hyljararnir sem ég er mikið að nota núna eru Lock-It frá Kat Von D og Aqua Luminous Perfecting frá Becca.
Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína?
Uppá síðkastið hef ég verið að reyna taka efni sem kallast Sodium Laureth Sulfate úr hreinsivörunum mínum til að halda húðinni minni betri. Þannig í dag nota ég kókosolíu til að þrífa makeup-ið af, svo nota ég Water Drench Cloud Cream Cleanser frá Peter Thomas Roth til að þrífa húðina, svo skiptist ég á að nota Glossier Solution og Skyn Iceland Nordic Skin Peel, því næst er það Glossier Super Bounce Serum og svo að lokum nota ég til skiptanna Protini Polypeptide Cream frá Drunk Elephant og Water Drench frá Peter Thomas Roth.
Flottasta förðunartrendið að þínu mati?
Dewy skin, finnst alltaf svo fallegt þegar húðin ljómar. Elska að fylgjast með Namvo á Instagram þar sem hún er þekkt fyrir að gera alltaf dewy og glowy húð.
Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum?
Ég á mér þónokkrar fyrirmyndir í förðunarheiminum en hún Katie Jane Hughes er svona sú nýjasta sem ég er að fylgjast með og er í algjöru uppáhaldi !
Svo er það Lisa Eldridge, Danessa Myricks, Natasha Denona og Nikki_makeup.
Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án?
Get alls ekki verið án Sensai Kanebo Bronzing Gel, finnst ég alltaf mun frískari um leið og ég skelli því á.
Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?
Eins og ég nefndi hér að ofan er það fyrst og fremst Sensai Kanebo Bronzing Gel. Svo finnst mér Wonder Powder frá Makeup Store eitt fallegasta púðrið, finnst það gefa húðinni svo fallegan ljóma og jafna alla förðunina út, ég nota það í litnum Gobi. Fyrir augabrúnirnar verð ég að eiga Anastasia Beverly Hills Brow Definer, svo fljótlegt og auðvelt í notkun. Síðast en ekki síst þá er rauður varalitur alltaf mitt go to look og uppáhalds comboið mitt er frá Charlotte Tilbury, varablýanturinn Kiss N’ Tell og varaliturinn Tell Laura. Þetta combo helst á allt kvöldið og varaliturinn er mattur en verður aldrei þurr.
Hver er lykilinn af fallegri förðun?
Húðin, ljómandi húð finnst mér vera algjör lykill að fallegri förðun. Einnig það að allir eru með mismunandi lögun á augum og mikilvægt er að mála sig eftir sínu augnlagi.
Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð?
Að vera óhræddur við að nota liti og að gefa sér tíma í að preppa húðina. Undirstaðan að góðri húð er húðumhirða, að hugsa vel um húðina sína en passa sig samt að ofgera henni ekki. Ætla líka að fá að henda inn hérna tveimur ráðum sem hjálpuðu mér að berjast við bólur og að fá jafnari húð, fyrsta er að nota eplaedik blandað við vatn sem tóner kvölds og morgna. Það síðara er svo að reyna skipta út öllum vörum sem eru með efnið SLS. Þetta efni felst í öllum vörum sem freyða td. sjampóum og andlitshreinsum, en ég sé gífurlegan mun á húðinni minni eftir að hafa skipt út þessu efni Kv. ein sem hefur alltaf átt í húðvandræðum.
Takk æðislega fyrir spjallið Ingunn xx
Ég mæli með að fylgja Ingunni á instagram – @ingunnsig
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg