fbpx

FÖRÐUNARSPJALL: HILDUR SIF

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Núna er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn Hildur Sif. Hildur er ein af mínum uppáhalds “instagrömmurum” (@hildursifhauks) en hún er einnig að blogga á H Magasín og er að gera frábæra hluti á samfélgasmiðlum. Mig langaði aðeins að kynnast förðunarfræðingum í Hildi betur og ætlar hún að svara nokkrum spurningum fyrir okkur xx

Hver er Hildur Sif? 

Hildur Sif er 24 ára stúlka úr Kópavogi nýútskrifuð úr Háskóla Íslands í Sálfræði Ég hef mikinn áhuga á tísku, förðun og heilbrigðum lífsstíl og er förðunarfræðingur frá Mood Make Up School. Er bloggari inná H Magasín og mjög virk á Instagram!

 

Hvernær fékkstu áhuga á förðun ? 

Myndi segja að áhuginn vaknaði mjög snemma hjá mér – var alltaf að leika mér með málingadótið hennar mömmu minnar og stelast að vera máluð í skólanum og fleira. Sumir myndu kannski segja að ég byrjaði of snemma að fikta í þessu en held að þetta hafi bara verið mín útrás í einhverskonar sköpun.

 

Hver er þín uppáhalds förðunarvara í augnablikinu?

Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills – eina varan sem helst almennilega á augabrúnunum mínum yfir daginn!

 

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ? 

Ég viðurkenni að mín húðrútína hefur verið í algjöru lágmarki yfir árin en hef verið að setja meiri áherslu á húðina mína uppá síðkastið.

Ég er með mjög þurra húð og hefur verið algjör lykilatriði að nota einhverskonar olíu á andlitið á mér á kvöldin – í augnablikinu er ég að nota Rosehip Oil frá Inika og líkar mjög vel við. Annars nota ég augnkrem frá Body Shop og síðan andlitskrem og andlitssápu frá Bláa Lóninu.

 

Flottasta förðunartrendið að þínu mati ?

Ætla að koma með mest basic svarið en það er highlight eða ljómandi húð. Munar öllu að vera með fallega, heilbrigða og ljómandi húð.

 

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum? 

Ekki beint – fylgist ekki með neinum förðunarfræðing en fylgist samt sem áður með einhverjum YouTubers sem sýna farðanir og eru uppáhalds Desi Perkins, Carli Bybel, Jaclyn Hill og Nikkie Tutorials.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?

 

  1. Varasalvi – get ekki verið án varasalva og er minn uppáhalds frá Burt Bees í litnum Soft Pink
  2. Sólapúður – er mjög íslensk í að nota mjög mikið af sólapúðri og er mitt uppáhalds Inika Bronzer í litnum Sunkissed
  3. Blautur eyeliner – elska að vera með eyeliner og finnst mér það gera mjög mikið fyrir augun mín, lengir þau. Er að nota einn frá Chanel og hef átt hann í örugglega 3 ár, endist rosa lengi
  4. Litað dagkrem – ég nota oftast einhverskonar litað dagkrem og farða þegar ég er fara eitthvað fínna. Í dag er ég að nota BB kremið frá Inika og er að elska það.
  5. Nude varalitur – minn “go to” varalitur er Honey Love frá Mac og hef ekki fundið neinn annan sem er þessi fullkomni nude

 

Hver er lykilinn af fallegri förðun?  

Rakakennd og heilbrigð húð ásamt því að blanda allri förðuninni vel.

Að lokum ertu með eitthver góð förðunarráð og ég verð að spyrja.. hvaða farða notaru, húðin þín er alltaf svo falleg!

Úff erfið spurning þar sem ég nota oft mismunandi farða og á ekki beint neinn uppáhalds. En myndi klárlega halda því fram að eftir að ég hætti að borða mjólkurvörur og nota olíu á húðina mína hefur hún aldrei verið eins góð og núna! Einnig nota ég eins mikið og ég get náttúrulegar og lífrænar vörur á andlitið á mér sem ég held að muni skila sér í framtíðinni!

Takk æðislega fyrir spjallið Hildur – ég mæli með að fylgjast með henni á instagram <3

@hildursifhauks

 

Þið getið einnig fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

BRUNCH MEÐ GÓÐUM VINKONUM

Skrifa Innlegg