fbpx

FÖRÐUNARSPJALL: HEIÐUR ÓSK

FÖRÐUN

Það er komið að förðunarspjalli mánaðarins og að þessu sinni er viðmælandinn minn hin glæsilega Heiður Ósk. Ég er búin að líta upp til Heiðar í mörg ár enda ótrúlega dugleg og flott stelpa. Ég lagði fyrir hana nokkrar spurningar í sambandi við förðun.

Hver er Heiður Ósk?

Ég er 25 ára Viðskipta- og Förðunarfræðingur úr Hafnarfirði. Ég er mamma hans Leo Bjarka (2 ára) & Charlie (3 ára Frenchie) ásamt því að vera í sambúð með kærasta mínum, Steven. Ég starfa sem verslunarstjóri í versluninni Maí á Garðatorgi og tek einnig að mér förðunarverkefni. Ég elska makeup og allt sem kemur makeupi við en ég útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School í desember 2017 og var það ein af betri ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu. Ég vinn hart að því sem ég ætla mér en reyni samhliða því að hafa gaman að lífinu og tilverunni.

Hvenær fékkstu áhuga á förðun ?

Fyrsta minning mín af förðunarvörum var lítill bleikur plastkassi sem mamma átti inn í skáp. Mamma hefur aldrei verið mikið fyrir makeup en ég man að ég var alltaf loka mig inná baði til að stelast í dótið hennar. Ég held að mamma hafi fundið það fljótt að förðun var eitthvað sem ég hafði áhuga á því þegar ég var 14 ára gaf hún mér bók eftir Kevyn Aucoin í jólagjöf sem heitir Making Faces. Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hef flett þessari bók og stúderað öll lúkkin í henni. Hún er ennþá ein af mínum uppáhalds bókum og mér finnst alltaf jafn gaman að skoða hana.

Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ?

Ég passa mig alltaf að hugsa vel um húðina og hefur það tekið mig smá tíma að finna húðrútínu sem hentar minni húð. Ég passa að þrífa húðina kvölds og morgna. Á morgnanna læt ég oftast vatnið duga en ég kvöldin byrja ég að hreinsa af allan farða. Ég hef verið að nota Micellar vatnið frá Skyn Iceland til að taka af mér farða og síðan á eftir því hreinsi. Þar sem að ég er með frekar þurra húð finnst mér mikilvægt að nota hreinsi sem þurrkar ekki húðina. Minn uppáhalds hreinsir er High Efficiency Face Cleaner frá merkinu Hylamide en hann er ‘’oil based’’ og þurrkar ekki. Ég reyni eins og ég get að vera dugleg að nota tóner en minn uppáhalds tóner er Clinique clarifying lotion 2.

Á eftir tónernum er komið að minni uppáhalds vöru en það er Face Tan Water. Þetta er undravara sem heldur manni frískum allan ársins hring. Hreinsar, nærir, græðir og gerir mann frísklegan og útitekinn. What’s not to love?.

Næst er komið að serumi en ég var að klára mitt fyrsta glas af EGF dropunum frá BioEffect og ég er gjörsamlega kolfallin fyrir því. Frá því að ég byrjaði að nota það finnst mér húðin vera orðin stinnari, svitaholur minni og húðin ljómandi og heilbrigð. Mitt uppáhalds rakakrem er síðan frá Tatcha og heitir ‘’The Water Cream’’. Þetta krem er jafn gott og það er fallegt og hafa allar vörur sem ég hef prófað frá þessu merki slegið í gegn hjá mér.

Ég gæti líklegast talað um húðumhirðu og húðrútínu í allan dag en að lokum vil ég nefna nokkra af mínum uppáhalds möskum, en mér finnst mikilvægt að bera á mig maska að minnsta kosti einu sinni í viku. Áður en ég nota maska finnst mér æðislegt að nota Nordic Skin Peel bómullarskífurnar frá Skyn Iceland sem innihalda ávaxtasýrur og ná að opna upp húðina til að taka betur á móti maskanum. Hér eru mínir uppáhalds maskar:
Rakamaski: Drink up Intensive Overnight Mask frá Origins
Hreinsimaski: Flavanone Mud frá NIOD & Glam Glow Supermud (hvíti)

Flottasta förðunartrendið að þínu mati ?

Freknur, freknur og aftur freknur. Ég elska freknu trendið og iða öll af gleði ef ég fæ til mín manneskju í förðun sem er með freknur. Ef ég fengi að ráða myndi ég líklegast teikna freknur á alla!

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum ?

Ég fylgist með rosa mikið af förðunarfræðingum á samfélagsmiðlum en Pat Mc Grath er náttúrulega drottning förðunarheimsins og væri það fáranlegt að nefna hana ekki á nafn hérna. Önnur sem ég lýt mikið upp til er Huda Kattan en þær tvær eiga það sameiginlegt að nýta förðunina til að stofna sín eigin fyrirtæki og framleiða sínar eigin förðunarvörur.

Hér verð ég síðan að nefna tvær konur, Söru & Sillu en þær eru eigendur Reykjavík Makeup School og kenndu mér allt sem ég kann í dag og gott betur en það. Ég lít upp til þeirra bæði í förðunarbransanum og lífinu því þær eru að gera svo góða hluti ásamt því að vera bara dásamlegar.

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án ?

Ef ég ætti að velja eina snyrtivöru þá verð ég að velja brúnkukrem. Mér finnst maður alltaf líta út fyrir að vera frísklegri þegar maður er með smá lit á sér. Uppáhalds brúnkukremin mín eru frá Eco By Sonya & Loving Tan.

 

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga ?

Ég þurfti að hugsa mjög vel áður en ég svaraði þessari spurningu því ég er mjög nýjungagjörn og elska að prófa nýjar snyrtivörur. Ég verð samt að byrja á að segja Beautyblender. Frá því að ég eignaðist minn fyrst beautyblender hef ég varla klárað heila förðun án þess að nota hann eitthvað, algjört snilldar tól sem hægt er að nota á svo marga vegu. Næst verð ég að nefna Tarte Shape Tape hyljarann. Ég er alls ekki sú fyrsta sem dásemar þessa vöru og það er ekki að ástæðulausu, hinn fullkomni hyljari fyrir hyljarasjúkling eins og mig.                                         Næst er það sólarpúðrið Give Me Sun frá Mac . Önnur vara sem ég verð að eiga helst tvö stykki af til að gefa mér ró um að það sé ekki að verða búið. Gefur svo fallegan lit og frískar mann upp á nokkrum sekúndum, vara sem ég kaupi aftur og aftur. Næst verð ég að nefna augabrúnavörur, ég var ekki ‘’blessed’’ með þykkar og góðar augabrúnir frá náttúrunnar hendi og þarf því að vinna fyrir því að teikna þær á. Ég hef prófað mikð af augabrúnavörum en ég fer alltaf aftur til vinkonu minnar hennar Anastasiu en að mínu mati eru vörurnar frá Anastasia Beverly Hills í öðrum gæðaflokki þegar kemur að augabrúnum. Ég er helst að nota Brow Wiz í bland við Dipbrow Pomade. Að lokum verð ég alltaf að eiga gott rakakrem. Falleg förðun byrjar á vel nærðri húð og mín top 3 rakakrem eru The Water Cream frá Tactha, Embryolisse Lait Creme Concentre og Kiehl’s Ultra Facial Cream.

Hver er lykilinn af fallegri förðun?

Hér koma nokkrir hlutir upp í hugann en fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að ‘’preppa’’ húðina vel. Nota góð rakakrem og primer sem hentar þinni húðtengund. Góð blöndun finnst mér líka lykilatriði hvort sem það er húð- eða augnförðun.

Einnig langar mig að nefna það að mér finnst að fólk ætti að farða sig eftir því sem fer því best, með samfélagsmiðlum hafa komið upp mörg förðunartrend sem hafa gert það að verkum að margir eru farnir að farða sig nákvæmlega eins og fyrir mér meikar það svo lítið sens því við erum öll svo ólík. Þegar eitthvað förðunartrend kemur í tísku þarf maður ekki að stökkva á það heldur getur maður gert sína eigin útfærslu af því.

Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð og hver er þinn uppáhalds farði því húðin þín er alltaf flawless? xx

Eina ráðið sem mér finnst ég geta gefið er að vera maður sjálfur, sumir vilja mála sig mikið og sumir lítið. Mér finnst æðislegt hvað margir eru byrjaðir að vera óhræddir við ‘’öðruvísi’’ farðanir en á sama tíma eru náttúrulegar farðanir alltaf í uppáhaldi hjá mér.

Minn uppáhalds farði í augnarblikinu er Faux Filter farðinn frá Huda Beauty. Hann gefur góða þekju án þess að láta húðina líta út fyrir að vera ‘’cakey’’. Á stuttum tíma er ég orðin mjög háð honum. Armani luminous silk farðinn er einnig í uppáhaldi en hann er ég búin að nota núna í rúmlega ár og verður líklega sá farði sem ég mun alltaf eiga. Ég er algjör farða perri og er alltaf að prófa nýja en sá farði sem er efst á óskalistanum er All hours farðinn frá YSL, ætli hann fái ekki að koma með mér heim í næstu Hagkaupsferð!

Heiður er mjög dugleg að deila allskonar förðunum og ráðum á instagram þannig ég mæli svo sannarlega með að fylgja henni þar. Takk æðislega fyrir spjallið elsku Heiður xx

@heidurosk

@heidiosk

 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

5 BURSTAR SEM ÉG GÆTI EKKI VERIÐ ÁN

Skrifa Innlegg