FÖRÐUNARSPJALL
Ég er byrjuð með nýjan lið hérna á blogginu en það er förðunarspjall. Þetta verður fastur liður einu sinni í mánuði og ætla ég að spjalla um förðun við nokkra vel valda. Fyrsti viðmælandinn minn er Alexander Sigurður en hann er einn af mínum uppáhalds íslensku förðunarfræðingum og algjör snillingur í sínu fagi. Ég spurði hann nokkra vel valda spurninga um förðun og annað.
Hver er Alexander?
Ég er 22 ára förðunarfræðingur úr Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, kennari í Reykjavík Makeup School, freelance makeup artist og förðunarbloggari á Femme.is. Ég hef starfað sem förðunarfræðingur í u.þ.b. eitt ár og ætla að gera það að eilífu og draumurinn er að flytja starfsferilinn erlendis og vinna þar. Ég elska nánast allt sem tengist makeup-i, hef mikinn áhuga á tísku og er slæmt case af ilmkerta og ilmvatna fíkli.
En ég kenni tímabila farðanir og tæknina við að búa til Face chart í Reykjavík Makeup School og finnst það sjúklega gaman og mjög þakklátur fyrir það tækifæri.
Hvernær fékkstu áhuga á förðun ?
Ég held að ég hafi alltaf haft lúmskan áhuga á förðun en hafi bara ekki fattað það hvað ég hafði í raun og veru mikinn áhuga á förðun fyrr en fyrir ca tveimur árum. En ég er mjög ánægður með að hafa fattað það því ég er algjörlega í mínu elementi þegar ég er að farða. Mamma mín er t.d. mjög oft að minnast þess að þegar ég var lítill og var spurður um hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þá var svarið mitt alltaf ,, mig langar að vinna fallega vinnu og það má segja að það hafi ræst úr barnæsku drauminum mínum haha.
Hver er þín uppáhals förðunarvara ?
Það er alltaf að breytast hjá mér, en í augnablikinu er það HD Studio Photogenic Foundation frá NYX Professional Makeup. Sjúklega léttur farði, með góða þekju, dewy áferð sem kallar fram fallega ljómandi húð og mjög þæginlegt að nota hann og auðvelt að hafa húðina náttúrulega og auðvelt að byggja svo upp þekjuna.
Hvaða húðvörur notaru og hvernig er þín húðrútína ?
Ég á mer þrjár uppáhalds húðvörur. Sú fyrsta er Hydra Genius rakakremið frá L´Oréal, Origins Frothy Facewash sem er hreinsikrem sem maður notar með vatni og svo er það Noridc Skin Peel, sem eru einskonar bómullar skífur sem maður nuddar við á yfirborði húðar og fjarlægir öll óhreinindi og dauða húð – mæli mikið með. En það er hægt að lesa meira um þessar vörur í færslu sem ég skrifaði um umhirðu húðar.
Ég byrja alltaf á að nota andlitshreinsinn frá Origins á kvöldin til að hreinsa öll óhreinindi sem safnast hafa fyrir á húðinni yfir daginn. Nota síðan Nordic Skyn Peel beint eftir á en geri það bara á kvöldin og annan hvern dag. Síðast set ég alltaf rakakremið tivsvar á dag á hreina húð, set það alltaf á mig á morgnana og á kvöldin eftir að ég er búinn að hreinsa húðina og eftir það nota ég Nordic Skyn Peel þá daga sem ég nota það.
Nota vörurnar s.s. í þessari röð
- Origins Frothy Facewash
- Nordic Skyn Peel ( annan hver dag – verður að vera búið að hreinsa húðina áður en það er notað)
- Hydra Genius rakakremið – alla morgna og kvöld.
Flottasta förðunartrendið að þínu mati ?
Allan daginn Draping! Ég gjörsamlega elska draping farðanir, svo ótrúlega draumkenndar og effortless. Ég læt hér fylgja með eina mynd af draping förðun sem ég gerði. Maður sér kannski oftast draping farðanir sem eru gerðar með kinnalitum en það má alveg leika sér með litina.
Draping
Áttu þér fyrirmyndir í förðunarheiminum ?
Já klárlega, ég er mikill aðdáandi Pat McGrath en hún er ein af stærstu förðunarfræðingum okkar tíma og starfar í Bandaríkjunum og er aðalega að gera tískufarðanir og hefur verið að vinna fyrir stór tísku merki. En hún er sjálflærður förðunarfræðingur, með tryllta hæfileika og sínar eigin förðunar vörur. En það er merki sem mig langar mjög mikið að prufa.
Síðan er förðunarfræðingurinnn Sir John líka í miklu uppáhaldi hjá mér, gaman að segja frá því að hann kom til landsins seinasta vor á vegum Reykjavík Makeup School og hélt master class námskeið sem var mjög gaman að sitja. En hann er einni mjög þekktur innan förðunar bransans og er þekktastur fyrir það að vera förðunarfræðingurinn hennar Beyonce, Joan Smalls og Olivia Culpo. Hann hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir vinnuna sína enda með gullnar hendur.
Þau tvö eru svo þeir sem ég fylgist hvað mest með á samfélagsmiðlum og lít mikið upp til.
Sir John og Alexander
Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án ?
Já, ég gæti ekki verið án burstana minna, því ef ég er ekki með þá þá er nú ekki mikið sem ég get gert nema húðina. Ég veit ekki hvað það er en ég er með eitthvað sértsakt bond við burstasettið mitt haha. Svo lengi sem ég er með burstasettið mitt þá get ég gert hvað sem er, sama hvernig makeup-kittið mitt er eða hvaða vörur eru notaðar.
Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga ?
- Embryolisse – Rakarkremið sem ég er tiltölulega ný búinn að kynnast en eftir að ég prófaði að nota það þá fór það beint á ,, must have” listann minn. Kremið gefur húðinni svo fallega áferð og farðar líta svo sjúklega vel út ef þetta krem er notað. Þetta krem er svona leyndarmál allra stóru förðunarfræðingana. En þetta krem er hægt að fá í nola.is – Katrínartún 2.
- Góður hyljari – Ef maður er með góðann hyljara þá þarf ekki einu sinni að nota farða ef hann er rétt notaður (þegar ég tala um ,, góðann” hyljara þá er ég ekki endilega að meina að hann gefi sem mesta þekju, það er margt annað sem spilar inn í gæði á hyljurum). En ég er að notast við nokkra hyljara, það fer mjög mikið eftir húðinni á mannesjuni sem ég er að farða, hvaða hyljara ég nota. Þeir sem ég nota mest eru True Match hyljararnir frá L´Oréal, Milani Retouch+Erase ( haustfjord.is) og Maybelline Age Rewind Concealer. Allt eru þetta hyljarar sem gefa mismunandi áferð og mismikla þekju.
- Highlight & Contour Pro Palette – NYX Professional Makeup
Þetta er s.s. skyggingar palletta með fjórum mismunandi sólarpúðurs litum, tveimur highlighter-um og tveimur mismunandi púðrum fyrir andlit. Mér finnst þetta mjög góð og eiguleg vara, vegna þess að það er mjög gott að nota litina í henni, blandast vel út og skilja ekki eftir sig skörp skil á húðinni, góð púður til að setja undir augun og á þau svæði sem maður vill birta til á. Einnig nota ég sólarpúðurs litina mjög mikið sem augnskugga og fullkomið ef maður vill ná fram náttúrulegu “sunkissed” lúkki. Svo er núna loksins hægt að kaupa sér áfyllingu ef eitthver litur klárast og einnig hægt að kaupa sér tóma pallettu og velja litina í sjálfur sem ég er mjög spenntur fyrir að prófa því það eru líka búnir að bætast við fleiri litir í litaúrvalið af þessari vöru. - MAC – Strobe Cream – Ljómakrem sem gefur húðinni aukinn raka og mjög fallegan ljóma. Það sem ég fýla svo mikið við þetta krem og stendur upp úr fyrir mér er að það gefur góðan ljóma en það eru ekki sjáanlegar glimmerflögurnar í kreminu eins og er svo oft í svona ljómakremum. Húðin lítur bara út fyrir að vera náttúrulega ljómandi og hægt er að velja úr 5 litum. Núna er ég nýlega búinn að klára kremið sem ég átti til og er að farast því ég þarf að fara að kaupa mér annað en gleymi því alltaf þegar ég á leið hjá búðinni.
- Brow Wiz frá Anastasia Beverly Hills – Sjúklega góðir augabrúna skrúfblýantar sem gefa ekki alltof mikinn lit frá sér en mjög auðvelt að byggja litinn upp en á sama tíma eru augarbrúnirnar náttúrulegar. Öðrumeginn á blýantinum er greiða sem er fullkomin, greiðir vel úr litnum og blandar honum vel í hárin á augabrúnunum.
Þetta eru svona mínar top 5 vörur sem ég bara hreinlega get ekki verið án þegar ég er að farða.
Hver er lykilinn af fallegri förðun?
Lykilinn af fallegri förðun er númer eitt, tvö og þrjú – falleg húð! Því ef húðin er ekki flott/vel förðuð þá er allt annað ekki að spila saman og lítur ekki eins vel út og það gæti gert ef húðin væri flott. Til þess að ná fram fallegri farðaðri húð þarf að undirbúa húðina vel fyrir það að taka við farðanum, þ.e. byrja á að setja á sig rakakrem svo húðinni líði vel, nota réttan primer og þá er húðin vel undirbúin að taka við farða, gefur farðanum betri endingu og farðinn lítur betur út. Svo skiptir máli að setja ekki of mikinn farða, frekar byrja á því að setja lítið og byggja þekjuna bara upp. Svo finnst mér persónulega alltaf betra að fara yfir farðan með rökum Beauty Blender svampi – jafnar út farðann og minnkar áferðina á honum. Svo eru til allskonar trix sem hægt er að notast við til að ná fram fallegri húð, en það er eins og að nota ljómakrem áður en farðinn er settur á eða blanda honum út í farðann ( mér finnst betra að gera það), mér finnst alltaf líka mjög fallegt að blanda 2-3 dropum af andlitsolíu í farðann og margt fleira.
En já lykilinn að fallegri förðun er klááárlega að gera húðina fallega!
Og að lokum ertu með einhver góð förðunarráð og ég verð að spyrja hver er uppáhalds highlighter-inn þinn? Húðin þín er alltaf svo ljómandi!
Hahah, sko til að ná fram ljómandi húð á sjálfum mér finnst mér mjög gott að blanda MAC- Strobe Cream út í rakakremið mitt og set síðan smá glært púður á þau svæði sem ég verð mjög olíukenndur á.
En annars er ég með helling af sniðugum förðunarráðum en þau eru svo mörg að ég get ekki valið eitthvað eitt til að segja frá en ykkur er velkomið að senda á mig línu á instagram ef það eru eitthver ráð sem ykkur vantar. En það er eitt sem ég get sagt ykkur að þegar það kemur að förðun þá ,, less is more”. Frekar að nota lítið af eitthverju og bæta svo bara við það ef það er ekki nóg, heldur en að vera búinn að setja of mikið af eitthverri vöru og sjá svo eftri því. En annars þá er makeup bara list og margir kjósa að tjá sig í gegnum förðun sem mér finnst æðislegt og allir ættu að gera.
Skrifa Innlegg