fbpx

FÖRÐUN SEM FRÍSKAR UPP Á ÚTLITIÐ

FÖRÐUN

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur förðun sem frískar uppá útlitið. Þótt að maður sé bara heima þessa dagana þá gerir það ótrúlega mikið fyrir mann að farða sig. Ég var vön að farða mig daglega og geri það fyrir mig. Það gerir svo mikið fyrir mann að gera sig til og fara úr kósý gallanum – mæli með!

Hérna eru vörurnar fyrir ferska förðun:

Smashbox Vitamin Glow primer

Farðagrunnur sem er algjör vítamínbomba, grunnar húðina þína fyrir förðun og gefur raka. Þessi farðagrunnur inniheldur B, C og E vítamín sem eykur náttúrulega ljóma húðarinnar. Formúlan er létt og gelkennd og gerir húðina ótrúelga ferska. Varan er cruelty free, vegan og gluten frí. Ég er ekki mikið fyrir farðagrunna en þessi er búin að koma mér mikið á óvart og held að hann verði mikið notaður í sumar!

Clarins Milky Booster Complex 

Léttur farði sem gefur fallega og flauelsáferð og minnir helst á hreinsimjólk. Formúlan er hvít á litin en þegar hún kemst í snertingu við húðina þá aðlagast formúlan þínum húðlit. Milky booster Complex mýkir húðina, gefur henni raka og ljóma. Þetta er fullkomin farði dagsdaglega, ótrúlega fljótlegt og einfalt. Síðan er lyktin af þessu æði eða hún minnir á ferskjunammi.

Chanel Natural Finish Loose Powder

Fíngert púður frá Chanel sem mattar þá staði sem maður vill minnka glans. Mér finnst þetta púður matta án þess að þurrka húðina eða taka í burtu ljóma. Púðrið er í veglegum umbúðum og maður þarf lítið í einu, þannig þetta endist endalaust.

Maybelline Falsies Lash Lift

Maskari sem þykkir augnhárin og gefur manni þetta gerviaugnahára útlit. Mér finnst alltaf gaman að prófa maskara og þá sérstaklega frá Maybelline því þeir slá eiginlega alltaf í gegn.

Charlotte Tilbury Glowgasam

Æðislegur krem kinnalitur sem gefur kinnunum fallegan lit og ljóma!

Dior Lip Maximizer

Varagloss sem gefur fallegan glans, raka í 24 klukkustundir og þéttir þínar varir.

St. Tropez Self Tan Purity Serum

Brúnkukrems andlits-serum sem gefur húðinni góðan raka, sólkysst og heilbrigt útlit. Formúlan inniheldur C og D vítamín. Það er æðislega að setja þessa vöru yfir andlit og háls áður en maður fer að sofa og vakna ferskur daginn eftir.

YSL Pure Shots Perfect Plumper

Nýtt krem frá YSL sem gefur raka, gerir húðina þéttari og ferskari. Umbúðirnar eru einstaklega flottar og endurvinnanlegar og hægt að kaupa fyllingu þegar kremið klárast, ótrúlega flott hjá YSL.

Chanel Stylo Ombre Et Contour

Krem augnskuggablýantur sem auðvelt er að blanda og mótar augun. Ég set litinn í glóbus línuna og blanda með mjúkum bursta.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

GÓÐUR PRENTARI FYRIR MYNDAALBÚM

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet

    11. April 2020

    Ah … ég þarf að fríska upp á útlitið – innblástur hér, takk!