fbpx

FÖRÐUN MEÐ FÁNALITUNUM ♡

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

ÁFRAM ÍSLAND!

Það er svo sannarlega stór helgi framundan hjá Íslandi! Karlalandsliðið í fótbolta er að fara spila sinn fyrsta leik á HM og þjóðhátíðardagur Íslendinga er á sunnudaginn. Það er því mikið um að vera, margir að fara hittast um helgina og gera eitthvað skemmtilegt. Mig langaði að sýna ykkur einfalda förðun með fánalitunum sem hægt er að gera um helgina. Þetta er ótrúlega einföld förðun en gerir heil mikið!

*Vörurnar eru keyptar af greinahöfundi

Ég ákvað síðan að kaupa mér þennan flotta bol í 66 norður í dag, svona í tilefni helgarinnar. Þessir bolir eru á mjög góðu verði en þeir kosta 2400kr og koma líka hvítu.

Vörurnar fást allar í Hagkaup – nema Nyx Professional Makeup fæst eingöngu í Hagkaup Smáralind og Hagkaup Kringlunni

AUGU:

Ég notaði mattan bláan eyeliner frá Nyx Professional Makeup. Hann er svo fallega skærblár og alveg mattur sem gerir hann mjög áberandi.. fullkomið fyrir HM!

VARIR:

Ég setti á mig eldrauðan og skæran varalit. Ég reyndi að finna lit sem væri næst rauða litnum í fánanum okkar. Þessi varalitur er frá L’Oréal, er mattur án þess að þurkka og helst því vel á vörunum.

HÚÐ:

Húðin er ljómandi og fersk, það verður að passa uppá áferðir og þess háttar þegar farða á fyrir hábjartan dag.

 

Ég hvet ykkur öll til þess að vera í fánalitunum um helgina – áfram ísland!

 

– Guðrún Sørtveit

Þið getið fylgst meira með mér hér..

Instagram: gudrunsortveit

 

FALLEGT ÚR Í ÚTSKRIFTARGJÖF // AFSLÁTTARKÓÐI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Yrsa

    17. June 2018

    Hvaða farða ertu að nota á húðina? Áferðin er mjög falleg :)

    • Guðrún Sørtveit

      19. June 2018

      Takk fyrir það <3 Ég er með þarna Fit Me farðann frá Maybelline og Age Rewind hyljarann frá þeim líka – æðislegt combo!