fbpx

FÖRÐUN & DRESS GÆRKVÖLDSINS

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Ég fór í afmæli hjá vinkonu minni í gær og aldrei þessu vant setti ég á mig rauðan varalit. Það er ákveðið “confident boost” að setja á sig rauðan varalit. Mér finnst maður verða svo fínn og þarf oft ekki að gera mikið fyrir augun.

Vörurnar sem ég notaði til að farða mig voru meðal annars ný snyrtivörulína frá Kylie Cosmetics. Þetta er lína sem Kylie gerði í samstarfi við elstu systur sína Kourtney Kardashian. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er Kylie Jenner eigandi Kylie Cosmetics og er yngst af Kardashian/Jenner fjölskyldunni. Ég er búin að bíða spennt eftir að prófa augnskuggana hennar en ég hef áður keypt fljótandi varaliti frá henni og finnst þeir æði. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta samstarf ekki beint endurspegla stíl Kourtney en mér finnst það samt krúttlegt og skemmtilegt.

Vörurnar fást hér

Pakkningarnar mjög skemmtilegar og sumarlegar. Ég varð síðan að vera með naglalakk í stíl en þetta er liturinn Hiking Heels frá Essie. Síðan nota ég alltaf rakasprey þegar ég er að farða mig og notaði að þessu sinni Coco Calming frá The Body Shop. Það er síðan algjört must að vera með góðan blöndunarbursta en ég notaði meðal annars Bold Metals bursta nr. 203 frá Real Techniques.

Ég sé það nún að þetta er akkurat í íslensku fánalitunum, alveg óvart! Það er kannski viðeigandi útaf það er Eurovision í kvöld og við Íslendingar elskum Eurovision. Ég er einmitt á leiðinni í eurospinning hjá Helga okkar as we speak.

 

 

Litirnir eru ótrúlega fallegir og hlýir. Ég notaði aðallega möttu litina frá báðum pallettunum og síðan shimmer lit yfir augnlokið. Síðan setti ég nokkur stök augnhár og rauðar varir, mjög einföld förðun.

Þessi varalitur er mjög flottur með appelsínugulum tón sem gerir hann mjög sumarlegan. Hann heitir RAD og er skírður í höfuðið á syni Kourtney sem heitir Reign Ash Disick.

 

Ég og Berglind vinkona xx

Þetta átti að vera mjög sumarleg mynd en eins og þið sjáið þá er ekki komið eitt lauf á trén haha..

Ég fór aldeilis út fyrir þægindarammann en ég keypti mér þessa hvítu skyrtu í gær úr Zara. Hún er mjög sumar, þægileg og verður fullkomin dagsdaglega.

Leðurjakki: ZARA

Skyrta: ZARA

Leggings: Vero Moda

Skór: H&M

Veski: Vintage Louis Vuitton

Ég steingleymdi að taka mynd af afmælisbarninu eða öðrum þannig þið fáið bara sjá hvað veitingarnar voru glæsilegar! Þetta væri tilvalið fyrir europarty kvöldsins.

Vonandi verður kvöldið ykkar æðislegt og gleðilegt Eurovision!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FINNDU RÉTTA RAKASPREYIÐ FYRIR ÞIG & GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg