Halló!
Það er orðið alltof langt síðan ég settist niður skrifaði bloggfærslu. Það hefur mikið vera að gera hjá okkur litlu fjölskyldunni síðustu vikur og mánuðir en við erum búin að flytja! Við vorum að flytja úr litlu 50 fm íbúðinni okkar og erum komin í aðeins stærra. Þvílíkur munur að komast í aðeins stærra og vá hvað við kunnum að meta litlu hlutina, eins og að vera með uppþvottavél og þurfa ekki að vaska upp, draumur! Það er þó margt eftir og ég hugsa oft “hvernig kom ég öllu þessu dóti fyrir í 50 fm íbúð?!”.
Það er svo yndislegt að vera búin að flytja en þetta ferli er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt. Mér líður eins og við séum búin að vera flytja í marga mánuði því við vissum að við værum að fara flytja í haust. Þetta tók líka á andlegu heilsuna en það var margt að gerast í okkar lífi á þessu tímibili. Ég byrjaði því snemma að pakka og pakkaði ég nánast öllu ein með lítinn aðstoðarmann mér við hlið. Þrátt fyrir að hafa byrjað svona snemma þá var bara eins og það væri endalaust af dóti, eins og ég sagði fyrir ofan þá skil ég bara ekki hvernig allt þetta dót komst fyrir í litlu sætu íbúðinni okkar. Þetta var samt mjög hreinsandi ferli að fara í gegnum allt dótið sitt.
Okkur líður strax ótrúlega vel og hlakka ég til að gera íbúðina smátt og smátt heimilislegri.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg