fbpx

FLOTTAR NEGLUR Á 5 MÍN

Neglur

Mig langaði að segja ykkur frá algjörri snilld! Ég fékk að gjöf um daginn gervineglur frá Elegant Touch en þetta eru engar venjulegar gervineglur heldur þær flottustu sem ég hef séð. Þetta eru semsagt gervineglur sem maður setur sjálfur á sig og endast í allt að tíu daga, mjög þægilegt.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf 

Ég var einu sinni alltaf með gel neglur en ákvað síðan að taka mér pásu frá þeim. Mig langar samt svo oft í neglur aftur en bara í smá tíma, einmitt fyrir sérstök tilefni eða annað. Mér finnst ég vera svo fín, þægilegt og þarf ekki að naglalakka mig. Þessar neglur eru fullkomnar fyrir öll tilefni og ótrúlega auðvelt að setja þær á sig.

Þessar sem ég er með eru mattar og nude en það er hægt að fá fleiri liti. Það eru 10 stærðir í hverjum pakka, fylgir lím með og síðan eru leiðbeiningar sem auðvelt er að leika eftir. Ég notaði samt lím sem hægt er að kaupa sér í pakka en límið í pakkanum virkar líka vel.

FYRIR

EFTIR

Hversu flottar? – Þið hunsið þurru hendurnar mínar – handáburður fór beint í veskið eftir þessar myndir haha :-)

Neglurnar fást í Hagkaup til dæmis – mæli með að kíkja! P.s. það er Tax Free

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GÓMSÆTAR SYKURLAUSAR SULTUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Guðrún Sørtveit

      8. July 2018

      Takk elsku <3 Þetta er mesta snilldin!