fbpx

FJARÞJÁLFUN SEM ÉG MÆLI MEÐ

LÍFIÐ
*Búin að vera viðskiptavinur hjá FitSuccess í nokkra mánuði

Halló! Mig langaði að fara aðeins út fyrir þægindarrammann minn og segja ykkur frá fjárþjálfuninni minni sem ég er í hjá FitSuccess. Það eru nokkrir mánuðir síðan að ég byrjaði hjá FitSuccess en ég er eiginlega ekkert búin að tala um það við neinn. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að mig langaði bara að gera þetta fyrir mig og fannst meira stressandi að segja einhverjum frá því – Þetta er náttúrlega bara hausinn á mér haha en ákvað að tækla þetta svona. Ég hef ótrúlega mikin áhuga á öllu sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu. Mig langar að bæta mig í því og finnst þetta tvennt oft haldast í hendur. Mér líður svo vel þegar ég er að hugsa vel um sjálfan mig og hreyfa mig en mér finnst það gera svo mikið fyrir andlegu hliðina. Ég næ allavega alveg að kúpla mig út og hætti að hugsa um allt á æfingu.

Afhverju FitSuccess? Mig langaði að prófa fjarþjálfun hjá þeim því ég hafði heyrt svo ótrúlega góðar sögur og fannst heimasíðan þeirra mjög aðgengileg. Það er alltaf nýtt æfingar- og matarplan í hverjum mánuði, þannig maður fær aldrei leið á æfingunum eða matarplaninu. Það er líka gert æfingar- og matarplan eftir þörfum hvers og eins. Mig langaði líka að styrkja mig og koma hreyfingu meira inn í mína rútínu. Ég vil vera í þjálfun fyrir heilsuna mína og er ekki að pæla í útlitinu og mér finnst þau hjá FitSuccess vera með sama hugarfar. Þetta á að vera lífstíll en ekki eitthver megrunarkúr.

 

 

Þau hjá FitSuccess eru líka svo skilningsrík og það er aldrei “skammað” mann eða gert lítið úr því ef maður komst ekki á æfingu í vikunni eða borðaði ekki rétt. Þær peppa mann bara endalaust áfram og mér líður alltaf svo vel þegar ég spjalla við þær og fær maður svar strax. Mér finnst þær líka vera huga mikið af andlegu heilsunni, sem mér finnst mjög mikilvægt! FitSuccess bjóða uppá margar hugmyndir af mat, allt ótrúlega einfalt og fljótlegt. Það stendur meira að segja hversu langan tíma tekur að gera allt, sem peppar mann ennþá meira og þægilegt fyrir þá sem eru alltaf á hraðferð (ég).

Ég mæli svo innilega með farþjálfun hjá FitSuccess og ég veit að það fyllist fljótt hjá þeim þannig ég myndi hafa hraðar hendur! Það er líka mjög gaman að fara í svona þjálfun með vinkonu eða vin og vera saman!

Þið getið fundið þau á instagram hér – Þar er að finna innblástur, æfingar og hugmyndir af mat.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝ ÚLPA

Skrifa Innlegg