Það voru að koma yndisleg rakasprey frá The Body Shop. Þau er sérstaklega hönnuð til þess að næra húðina og gefa henni góðan raka. Spreyin hafa öll mismunandi eiginleika og því vel hægt að finna sprey við sitt hæfi. Þessi sprey eru eintaklega góð fyrir húðina og eiga frekar heima hjá húðvörunum heldur en snyrtivörunum. Þau eru líka í fullkomnri stærð fyrir ferðalögin í sumar og sniðugt að eiga til dæmis tvö til skiptana.. eða öll haha!
Ég nota rakasprey ótrúlega mikið þegar ég er að farða mig en einnig þegar ég er að gera morgun og kvöld húðrútínuna mínar. Þegar ég var að fljúga seinasta sumar þá var algjört must að vera með rakasprey í veskinu til þess að fríska sig við í löngum flugum.
*Færslan er gerð í samstarfi við The Body Shop
Öll spreyin eru 100% og innihalda aloe vera sem er mjög nærandi fyrir húðina. Það má nota þau ein og sér eða við förðun.
COCO CALMING
Þetta sprey hjálpar við að róa húðina, næra hana og hentar vel fyrir viðkæma húð. Þetta er æðislegt eftir langan dag eða á kvöldin. Það er samt alveg hægt að nota þetta þegar maður er að farða sig og með því að nota gott rakasprey helst farðinn lengur!
STRAWBERRY SMOOTHING
Þetta sprey á að gera húðina #nofilter tilbúna og gefa sléttari áferð. Það er yndisleg góð og fersk jarðaberjalykt af þessu spreyi. Hentar vel ójafnri eða blandaðari húð.
ROSE DEWY GLOW
Þetta sprey gefur húðinni fallegan ljóma og er mjög rakagefandi. Það er æði að spreyja rakapreyi yfir andlitið eftir að maður er búin að farða sig, spreyið tekur í burtu púður áferð. Hentar vel fyrir þurra eða venjulega húð.
MINT MATTIFYING
Þetta sprey mattar og hjálpar við að koma í veg fyrir glans. Það er mjög róandi myntulykt af spreyinu. Hentar vel fyrir olíu mikla húð eða húð sem á það til að glansa.
MANDARIN ENERGISING
Þetta sprey vekur húðina og gefur henni orku fyrir daginn. Það er æðisleg mandarínulykt af spreyinu sem er ótrúlega frískandi. Hentar vel fyrir þreytta og orkulausa húð.
Ég er síðan með gjafaleik á instagraminum mínum (@gudrunsortveit) þar sem ég ætla að gefa tveimur heppnum öll spreyin – ég mæli með!
Instagram: gudrunsortveit Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg