fbpx

FIMM UPPÁHALDS: NYX COSMETICS

FIMM UPPÁHALDSSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Vörurnar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf

 

Mig langaði að segja ykkur frá snyrtivörumerki sem ég held ótrúlega mikið uppá en það er NYX COSMETICS. Þetta merki er ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt. Ég á mér nokkrar uppáhalds vörur frá þessu merki og langar að deila þeim með ykkur. Þetta eru allt vörur sem ég nota nánast daglega og gæti ekki verið án!

1.NYX LINGERIE – SWEET CLOUD NR.1

Þessi vara er mín allra uppáhalds og er þetta líklegast eitt af mest notuðu snyrtivörunum mínum. Þetta er krem augnskuggi í gloss formi. Hann helst ótrúlega vel á auglokunum og ótrúlega auðveldur í notkun. Ég nota hann alltaf þegar ég mála mig fyrir vinnuna og einnig þegar ég er að farða aðra. Ég nota þessa vöru líka oft sem augnskuggaprimer eða sett kremaugnskuggann fyrst og síðan púður augnskugga yfir. Það líka bregst ekki að þegar ég er með þennann augnskugga þá er ég spurð hvað ég sé með á augnlokunum. Ég mæli 100% með!

 

2. NYX ULTIMATE SHADOW PALETTE – WARM NEUTRALS*

Fallegir hlýtóna augnskuggar.. þarf ég að segja meira? Fyrir mér er þetta fullkomin palletta, það eru nokkrir “shimmer” augnskuggar og síðan góðir mattir inn á milli. Það er hægt að gera margar farðanir með þessari pallettu. Síðan skemmir það ekki fyrir hvað hún er lítil og þægilegt að ferðast með hana.

3. NYX PIGMENT – VEGAS BABY NR.20

Þetta er líka eitt af mínum allra uppáhalds snyrtivörum en þetta er “pigment” eða laus augnskuggi og er ótrúlega fallegt að setja til dæmis í innri augnkrók. Ég nota þetta nánast alltaf þegar ég mála mig eða aðra og það sést varla á þessu. Síðan er ótrúlega flott að setja þetta líka yfir aðra augnskugga til þess að gefa þeim aðeins meiri glans eða ljóma.

4. LID LINGERIE & COSMIC METALS*

Ég er eiginlega bara nýbúin að kynnast þessum pallettum en þær eru strax komnar í uppáhald. Þetta eru Lid Lingerie pallettan sem er með einunigs með matta liti og síðan Cosmic Metals sem er bara með “shimmer” liti. Þessar finnst mér æðislegar til þess að ferðast með og er hægt að ná fram allskonar förðunum aðeins með þessum tveimur pallettum.

5. HIGHLIGHT & CONTOUR PALETTE*

Þessi palletta er vel elskuð (einsog þið sjáið eflaust) en ég er búin að nota hana stanslaust síðan að ég fékk hana og þarf líklegast að fara fjárfesta í nýrri. Þessi skyggingapalletta er ótrúlega þægileg og hægt að nota hana á marga mismunandi vegu. Ég  nota hana oft þegar ég er að drífa mig, nota hana þá fyrir andlitið og augun.

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvaða vörur ég held mest uppá frá NYX COSMETICS en þið megið endilega segja mér ef ykkur langar að sjá fimm uppáhalds vörur frá fleiri merkjum.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

 

REVIEW: BRÚNKUKREMS MASKI FRÁ ST.TROPEZ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. rebekka

  13. December 2017

  hvar eru nyx vörur seldar á íslandi, hef ekki rekist auga a þær neinsstaðar:)

  • Guðrún Sørtveit

   15. December 2017

   Hagkaup Kringlunni og Smáralind <3