fbpx

FIMM “MUST HAVE” SNYRTIVÖRUR FYRIR VERSLÓ

BURSTARFIMM UPPÁHALDSHreinsivörurSNYRTIVÖRUR

Núna fer að styttast í verslunarmannahelgina og margir eflaust búnir að gera plön. Það eru margir að fara í útilegu og langaði mig því að segja ykkur frá nokkrum snyrtivörum sem mér finnst algjört “must” að hafa með sér. Þetta eru allt snyrtivörur sem hægt er að nota á marga vegu og því fullkomar í útilegurnar.

 

1. MELTDOWN MAKEUP REMOVER – URBAN DECAY

Þessi vara er held ég fullkomin fyrir útlegur en þetta er sprey frá Urban Decay sem tekur í burtu farða. Þú einfaldlega spreyjar þessu í andlitið tekur síðan blautþurrku eða eitthvað annað sem þú ert með við höndina í útlegunni og tekur förðunina. Það þarf ekkert að skola þetta af með vatni eða slíkt, þetta er ótrúlega einfalt og algjör “must” að mínu mati!

 

2. HELLO FAB CAFFEINE MATCHA WAKE UP WIPES – FIRST AID BEAUTY

Ég er ekki mikið fyrir að nota blautþurrkur en það er leyfilegt einu sinni á ári að “hreinsa” á sér húðina með blautþurkkum. Það er hægt að nota þessar frá First aid beauty eftir að maður er búin að spreyja andlitið með Meltdown Makeup Remover og síðan er bara alltaf gott að vera með blautþurrkur við hendina í útilegum. Þessar blautþurrkur er  stútfullar af andoxunarefnum, vitamín C, aloe vera og orkumiklu koffíni. Tekur í burtu óhreinindi, olíu og farða. Þetta er því algjör snilld í útilegur og eru mjög góðar blautþurrkur.

Ég mæli samt með því ef þið hafið tök á því að hreinsa húðina einsog þið getið en auðvitað er það oft erfitt í útilegu þar sem er kannski ekki aðstaða til þess.

 

3. FACE CONTOURING PALETTE – THE BODY SHOP

Þessi palletta frá The Body Shop finnst mér æðisleg, hún er lítil og þægilegt að ferðast með hana. Það eru fjórir litir og hægt að nota þá á marga vegu. Það er til dæmis hægt að nota hana á andlitið í sólapúður, highlight, kinnalit og til þess að skyggja andlitið en hinsvegar er líka algjör snilld að nota hana á augun. Þannig það er hægt að nota hana á marga vegu og því algjör snilld í útileguna.

 

4. SETTING BRUSH – REAL TECHNIQUES

Þetta er einn af mínum uppáhalds burstum frá Real Techniques og fær því að fylgja mér allt sem ég fer. Það er hægt að nota hann í svo margt, til dæmis highlighter, augnskugga, hyljara, púður og svo margt fleira. Því finnst mér hann fullkominn í ferðalög og sérstaklega útilegur þegar maður vill ekki taka með sér of mikið.

 

5. NAKED 2 LIP LINER – URBAN DECAY

 

Mér finnst varablýantarnir frá Urban Decay æðislegir en þeir eru vatnsheldir og haldast ótrúlega vel á vörunum. Það er hægt að nota hann til þess að móta eða setja yfir allar varirnar og setja síðan annan varalit yfir þá helst allt miklu lengur. Síðan er auðvitað hægt að nota þá bara eina og sér sem varaliti.

 

Vonandi var þetta hjálplegt og þið skemmtið ykkur sem allra best um helgina. Munum bara að skemmta okkur fallega og ganga hægt um gleðinnar dyr xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

FÖRÐUNAR FRÉTTIR: HANN ER MÆTTUR

Skrifa Innlegg