*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf
Núna er júní mánuðurinn alveg að fara koma og margir eflaust búnir að plana eitthvað fyrir sumarið. Ég er að fara vinna í allt sumar en ætla reyna að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með vinum og fjölskyldu.
Ég er að fara á Secret Solstice og er strax byrjuð að hugsa hvernig ég ætla að mála mig og í hverju ég eigi að fara. Það er svo gaman að fara á útihátíðir og geta farið aðeins út fyrir þægindarammann þegar kemur að förðun. Mig langaði að reyna að vera dugleg að deila með ykkur hugmyndum um festival förðun næstu vikurnar og ákvað að skella í eina mjög einfalda förðun.
Ég notaði mest megnis bara appelsínugulan augnskugga og blandaði honum mjög vel. Síðan er það stjarnan í förðuninni og er það glimmer eyeliner frá Urban Decay.
Þetta er svo fallegt blátt glimmer og gerir svo ótrúlega mikið fyrir einfalda förðun. Liturinn sem ég notaði heitir AMP.
Mér finnst þessir eyeliner-ar vera fullkomnir fyrir úthátíðir en þeir haldast ótrúlega vel á og eru til í allskonar litum. Mæli með!
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg