fbpx

FERSKAR KINNAR Í SUMAR

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

Halló! Það er svo yndislegt veður og mikið sumar í loftinu. Mig langar að deila með ykkur nokkrum krem kinnalitum sem gefa andlitinu einstaklega ferskt og ljómandi útlit. Þetta eru ýmist vörur sem eru búnar að vera í miklu uppáhaldi eða vörur sem mig langar að prófa í sumar. Mér finnst krem vörur svo ótrúlega fallegar á húðinni og þá sérstaklega kinnalitir. Það kemur svo fallegur og náttúrulegur ljómi.

Gott ráð: Þegar kemur að krem kinnalitum þá mæli ég með að blanda litnum á handabakið, bara aðeins til að hita upp vöruna en þá er auðveldara að blanda. Síðan finnst mér alltaf best að nota rakan Miracle Complexion Sponge frá Real Technqiues en það er líka hægt að nota bursta.

  1. Charlotte Tilbury: Beach Stick í litnum Moon Beach – Gullfallegur kinnalitur sem gefur húðinni á sama tíma ótrúlega fallegan ljóma. Charlotte Tilbury vörurnar eru þekktar fyrir að gefa húðinni fallegan ljóma og var þessi kinnalitur til dæmis notaður í Victoria Secret Fashion Show.
  2. Chanel Le Blush Créme De Chanel í litnum Intonation – Fallegur krem kinnalitur frá Chanel í ferskjutón sem gefur ferskt útlit.
  3. NARS Liquid blush í litnum Orgasam – Þetta er hin frægi kinnalitur frá NARS í fljótandi formi. Þessi ákveðni litur er búin að vera mjög vinsæll hjá NARS í mörg ár enda er hann ótrúlega fallegur.
  4. Nyx Professional Makeup: Bare With Me – Fallegir nýir kinnalitir í stift formi frá Nyx Professional Makeup sem ég er mjög spennt að prófa.
  5. Nabla: Stick Blush – Fallegir kinnalitir frá Nabla í stift formi.
  6. Becca Cosmetics Tint Blush – Þessir kinnalitir frá Becca Cosmetics eru ótrúlega þægilegir og fljótlegir í notkun. Mér finnst best að blanda smá á handabakið og blanda síðan með svampi á kinnarnar.
  7. Milk Makeup: Oil Lip and Cheek – Ný vara frá Milk Makeup sem ég er mjög spennt að prófa. Þetta á að gefa húðinni fallegan ljóma og lit en næra hana um leið.
  8. Bobbi Brown: Pot Rouge For Lips & Cheeks – Klassískir og fallegir kinnalitir.
  9. Bourjouis: Healthy Mis Sorbet Blush – Þessi kinnalita formúla er ótrúlega skemmtileg og öðruvísi. Hún minnir á sorbet, eins og nafnið gefur til kynna en mjög auðvelt að blanda út.

Þetta eru margir ólíkir kinnalitir og mismunandi formúlur en ég mæli með að prófa krem kinnalit í staðinn fyrir púður, það kemur svo falleg áferð!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÆRANDI OG RAKAGEFANDI SÓLARVÖRN

Skrifa Innlegg