fbpx

FERSK & LJÓMANDI HÚÐ YFIR HÁTÍÐIRNAR

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel

Halló!

Mig langaði svo að deila með ykkur farða og ljóma tvennunni sem er búin að vera í mikilli notkun hjá mér.. þegar ég hef málað mig á þessu ári haha. Þessi tvenna er frá Chanel og er úr Les Beiges línunni þeirra. Þessi lína er í miklu uppáhaldi hjá mér og er til dæmis minn allra uppáhalds krem bronzer úr þeirri línu. Það sem einkennir Les Beiges snyrtivörulínuna frá Chanel er einfaldleiki, ljómi og að draga fram það besta í þínu útliti. Ég elska það við Chanel, einfaldleikinn! Þetta er fullkominn farði að mínu mati fyrir hátíðirnar.

Hérna er ég með farðann og ljómann – Engin filter 

Þegar ég er búin að setja filter og birta myndina

Les Beiges Foundation

Farðinn er einstaklega léttur á húðinni, veitir miðlungsþekju sem auðveldlega er hægt að byggja upp. Formúlan er silkimjúk, jafnar út mislit og veitir allt að tólf klukkutstunda raka! Mögnuð formúla sem hentar einstaklega vel á Íslandi þegar veðrið er sífellt að breytast. Áferð húðarinnar verður engri lík, hún verður ótrúlega fersk, náttúruleg, ljómandi og sest lítið í fínar línur. Mér finnst þessi farði vera fullkominn dagsdaglega og einnig við fínni tilefni.

Les Beiges Sheer Healthy Glow Highlighting Fluid

Þunnur fljótandi ljómi sem gefur húðinni fallega, ljómandi og ferska húð. Það er hægt að nota þessa vöru undir eða yfir farða og helst á húðinni í allt að átta klukkustundir. Mér finnst alltaf best að blanda þessari vöru við farðann til að fá náttúrulegan ljóma eða þetta “glow with in”.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

LJÓSADÝRÐ Í HAFNARFIRÐI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    21. December 2020

    Fæst hann í íslenskri netverslun? Veistu það? :)