*Vöruna fékk greinahöfundur í gegnum samstarf/PR
Halló!
Shiseido var að gefa út nýjan farða sem heitir Synchro Skin Self Refreshing Foundation og mér finnst allir vera að tala um hann. Það er ekki af ástæðulausu, formúlan er sögð mögnuð! Þetta er fyrsti farðinn frá Shiseido sem nærir húðina allan daginn og inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn, hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Farðinn á að hreyfa og aðlaga sig eftir þinni húð, sem sagt ekki fara í fínar línur eða festast á einum stað. Einnig er formúlan með “re-freshing” tækni sem á að halda húðinni þinni ferskri yfir allan daginn og sjá þess að endurvekja ferskleikann. Þetta er formúla sem Shisheido er búin að vera þróa í mörg ár.
Farðinn gefur miðlungsþekju en hægt að byggja upp. Endingin er allt að 24 klukkustundir og á því haldast vel á húðinni yfir daginn. Hentar öllum húðtýpum en farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur. Einnig er gaman að segja frá því að farðinn er strax búin að vinna til verðlauna.
Shiseido. Sharing beauty since 1872
Ég var ótrúlega spennt að prófa þennan farða eftir að hafa lesið mig til um hann og horft á margar umsagnir á YouTube. Það sem heillaði mig mjög mikið er að Shiseido gefur það út að farðinn hreyfi og aðlagist þinni húð. Mér finnst það hljóma magnað og verð að segja að hann uppfyllir það. Mér finnst hann ekki fara í broslínurnar mínar. Hann myndast líka mjög vel og er einstaklega fallegur á húðinni. Ég hlakka til að prófa mig ennþá meira með þennan farða en hann lofar góðu!
Hér er ég með farðann og búin að vera prófa hann nokkrum sinnum síðan að ég fékk hann. Hann er allavega komin með pláss í snyrtibuddunni minni. Þetta er fullkominn “spari” farði að mínu mati eða dagsdaglegur farði fyrir þá sem fýla meiri þekju. Ég mæli allavega með að skoða hann ef þið eruð að leita ykkur af góðum farða.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg