fbpx

FARÐANIR Á ÓSKARNUM 2018

FÖRÐUN

Óskarsverðlaunin voru haldin í nítugasta skipti í gær og mátti sjá mikið af fallegum förðunum. Það var mikið um náttúrulegar farðanir, dökkar varir og ljómandi húð. Ég tók saman þær farðanir sem stóðu uppúr að mínu mati.

 

Zendaya

Þessi förðun er held ég ein af mínum allra uppáhalds á Óskarnum þetta árið. Þetta er ótrúlega falleg smokey förðun og húðin ljómandi. Ég elska ljómann í innri augnskróknum.

 

Lupita Nyong’o

Gyllt & blátt – Það er gaman að sjá hvað hún er alltaf litaglöð á rauða dreglinum og fer þessi blái litur henni einstaklega vel.

Jennifer Lawrence

Dökkt smokey – Jennifer Lawrence er alltaf gordjöss og ber sig svo vel. Förðunin er mjög dramatísk, augnskugginn blandaður út og síðan setur appelsínuguli varaliturinn punktinn yfir i-ið.

Margot Robbie

Náttúrleg og stílhrein – Húðin er í algjöru aðalatriði og augun hlutlaus. Það er algjörlega dregið fram það besta í hennar útliti.

Eiza Gonzalez

Sumarleg og sæt – Eyeliner og rauðar varir klikka ekki.

Gal Gadot

Dökkar varir og bronze augnförðun – Það tónar allt svo vel saman, dökku varirnar, hárið og kjólinn.

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÁÐU LÚKKINU HENNAR KIM

Skrifa Innlegg