fbpx

FARÐANIR Á GOLDEN GLOBES 2018

FÖRÐUN

Ég elska að skoða farðanirnar frá rauða dreglinum, ég vakti samt ekki alla nóttina en fór strax að skoða allt þegar ég vaknaði. Það fór eflaust ekki fram hjá neinum að #timesup byltingin var mjög áberandi á rauða dreglinum en klæddust margar konur svörtu til þess að vekja athygli á málefninu. Ég fékk gæsahúð þegar sá að það voru nánast allar í svörtu og táraðist yfir ræðunni hennar Oprah.

Þegar að það kemur að förðuninni þá var hún mjög látlaus að mínu mati. Mér fannst mjög margir leyfa hárinu og kjólnum að vera í aðalatriði en ég ætla fara yfir nokkrar af mínum uppáhalds förðunum.

KERRY WASHINGTON

Mér finnst Kerry alltaf mjög glæsileg og “on point” þegar það kemur að rauða dreglinum. Hún skartar fjólubláu smokey sem ýtir undir brúnu augun hennar. Síðan er allt annað mjög látlaust og fallegt.

 

MERYL STREEP

Mér finnst hún alltaf jafn glæsileg og er húðin hennar einstaklega falleg þarna. Kinnaliturinn er í aðalatriði, sem gerir húðina ferska og unglega.

MILLIE BOBBI BROWN

Ég elska þessa leikonu einsog flestir býst við sem hafa horft á Stranger Things. Dramatískur eyeliner og falleg húð, mjög einfalt og flott.

KENDALL JENNER

Kendall alltaf jafn sæt og fín. Látlaus augu og nude varir, mjög klassískt. Mig langar mjög mikið að vita hvaða varalit hún er með!

 

ANGELINA JOLIE

Kattaraugu fara Angelinu einstaklega vel og mér finnst mér hún mjög fallega förðuð. Það er búið að ýta undir allt það besta í hennar útliti. Hún er gordjöss!

ALLISON WILLIAMS

Litatónarnir í þessari förðun vinna allir svo vel saman. Mér finnst allt smella saman, allt frá augunum í húðina og varirnar.

GOLDEN GLOBES INSTYLE PARTY

Síðan kíkti ég auðvitað á farðanirnar sem voru í Golden Globes Instyle Party. Þetta eru farðanir eftir nokkra af mínum uppáhalds förðunarfræðingum og verð ég að segja að þessar eru í miklu uppáhaldi.

SHAY MITCHELL

Ljómandi falleg húð með smokey og rauðar varir. Mér allar farðanir fara henni vel og förðunarfræðingurinn sem farðaði hana er einn af mínum uppáhalds, Patrick Ta.

 

TAYLOR HILL

Þessi förðun er eftir Hung Vanngo, æðislegan förðunarfræðing sem ég er að fylgjast með á instagram. Þessi dökki varalitur og rauðtóna-fjólutóna eyeliner er gullfallegt combo. Þessi eyeliner ýtir undir bláu augun hennar og elska augabrúnirnar hennar.

 

Þessi augu og þessar varir. Þessir litir tóna ótrúlega vel saman.

EMILY RATAJKOWSKI

Fyrir mér þá á hún vinningin í flottustu förðuninni en þetta er einnig förðun eftir Hung Vanngo, ég mæli með að fylgjast með honum á instagram. Þetta er ótrúlega falleg eldrauð förðun og húðin gullfalleg. Mig langar mjög mikið að vita hvaða rauði litur þetta er.

 

Kona kvöldsins er samt án efa Oprah sem talaði um byltinguna #timesup. Þetta er ræða sem allir þurfa að horfa á og vera með í þessari mögnuðu byltingu. Það er svo magnað að sjá allar þessar byltingar sem hafa verið síðustu ár og hvaða áhrif þær eru búnar að hafa. Ég stend með öllum konum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og núna er tíminn til þess að standa saman, times up!

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

ÆÐISLEGT VARASERUM FYRIR ÞURRAR VARIR

Skrifa Innlegg