fbpx

FALLEGT SKART

SAMSTARFTÍSKA
*Færslan er unnin í samstarfi við Daniel Wellington

 

Halló! Síðastliðin vika leið ótrúlega hratt og það var mikið um að vera. Ég hef ekki haft tíma til að setjast niður en það nóg skemmtilegt framundan sem ég hlakka til að deila með ykkur. Mig langaði núna að segja ykkur frá fallegu úri sem ég fékk um daginn frá Daniel Wellington.

Ég er orðin ótrúlega hrifin af því að vera meira með skart. Það getur oft gert ótrúlega mikið fyrir heildar “look-ið” að setja á sig eyrnalokka, hálsmen eða úr. Eini fylgihluturinn sem ég er nánast alltaf með er úr og eru úrin frá Daniel Wellington í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru ótrúlega falleg, klassísk og tímalaus. Ég nota úrin mín frá Daniel Wellington ótrúlega mikið og mæli með þeim.

Úrið heitir Classic Petite Melrose og eyrnalokkarnir eru keyptir í Zara

Ég mun klárlega vera duglegri að setja inn færslur í vikunni en ég mæli líka með að fylgjast með mér á instagram. Þar set ég eitthvað í instastory nánast daglega og er oft með förðunarsýnikennslur eða ráð xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

EVERYDAY MAKEUP

Skrifa Innlegg