fbpx

FALLEGASTA KANNA SEM ÉG HEF SÉÐ

HEIMASAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við Purkhús

Halló!

Fyrir nokkrum mánuðum eignaðist ég þessa gullfallegu könnu og hef ég lengi ætlað að deila henni með ykkur. Þegar ég hef sýnt hana á instagram eða sést glitta í hana þá fæ ég alltaf spurningar um hana. Þetta er kristals kanna frá merkinu KLIMCHI en það merki er fáanlegt í Purkhús. Kannan er 100% handgerð og er búin til í fjölskyldufyrirtæki í Bohemia í Tékklandi, hver kanna er því alveg einstök. Bohemian kristal er þekktur fyrir að vera tær og glitra einstaklega fallega, sem ég get verið mjög sammála. Mér finnst ótrúlega falleg tilhugsun að þessi kanna er hönnuð og í eigu fjölskyldu, mér finnst það gera hana ennþá fallegri. Ég sé könnuna fyrir með appelsínudjús í sólinni hjá fjölskyldunni í Tékklandi haha!

Ég hlakka til að geta boðið í brunch og notað þessa könnu en allir þeir sem hafa kíkt heimsókn hafa gjörsamlega fallið fyrir þessari könnu. Pabbi minn kom einmitt í heimsókn þegar ég var nýbúin að eignast könnuna og fyrstu viðbrögðin hans voru “vá þetta er svaka kanna”. Hann er reyndar algjör smekkmaður en samt sem áður segir hann ekki oft eitthvað svona haha. Þannig núna er þessi kanna komin á óskalistann hans nema í brúnu sem er líka mjög fallegur litur. Kannan kemur nefnilega í nokkrum litum og hægt að finna þá könnu sem hentar sínum stíl.

Kannan er gróf og fíngerð á sama tíma. Mér finnst líka skemmtilegt hvað hún er öðruvísi og ekki eitthvað sem maður sér oft. Það er síðan einnig hægt að fá glös, skálar og blómavasa í stíl.

Ég hef einnig notað könnuna sem blómavasa, ótrúlega fallegt!

Þið getið verslað könnuna hér

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

ALLIR ÆTTU AÐ SOFA MEÐ SILKIKODDAVER

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Bergdís

    11. December 2020

    Mjög falleg kanna! Vinaleg ábending; það er venjulega talað um Bæheim á Íslensku, en ekki Bohemia :)