*Vörurnar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf eða í gegnum samstarf
Halló kæru lesendur á þessum haustlega mánudegi! Mig langaði að deila með ykkur minni hversdagsförðun og hvaða vörur ég er að nota í augnablikinu. Snyrtibuddan mín er þó alltaf mjög breytileg því ég elska að prófa nýjar snyrtivörur. Þið getið notað ykkar uppáhalds vörur en mig langaði bara að deila með ykkur minni rútínu. Hversdagsförðunin mín er mjög breytileg dag frá degi. Förðunin er þó alltaf mjög einföld, fljótleg og þægileg. Ég ætla að renna yfir með ykkur í hvaða skrefum ég geri hversdagsförðunina og hvaða vörur ég er að nota í augnablikinu.
SKREF 1
Ég byrja á því að setja á mig léttan farða eða BB krem. BB kremið sem ég er búin að vera notað mikið uppá síðkastið er BB kremið frá Maybelline en það er einstaklega rakagefandi fyrir húðina, minnkar sýnileika svitahola, jafnar húðlitinn og inniheldur Salicylic sem hjálpar til við að hreinsa húðina.
SKREF 2
Næst set ég hyljara á þau svæði sem mér finnst ég þurfa meiri þekju eða til að birta. Til dæmis undir augun, ennið, kringum nefið og á hökuna. Ég blanda þessu síðan út með svampi eða bursta.
Ég er mjög hrifin af Eraser frá Maybelline, hann þekur mjög vel og helst vel á húðinni.
SKREF 3
Krem bronzer set ég síðan á þau svæði þar sem húðin myndi náttúrulega verða brún eða sem sagt á ytri hluta andlitsins og yfir nefið. Mér finnst krem bronzer oft verða náttúrulegri og helst vel á húðinni. Ég fer síðan stundum yfir með sólarpúðri ef ég vill vera með extra sólarkyssta húð.
Krem bronzer-inn sem er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér er bronzer-inn frá Milk Makeup. Hann blandast ótrúlega vel, létt fromúla sem auðvelt er að vinna með og fallegur litur. Milk Makeup fæst því miður ekki á Íslandi en ef þið eigið leið hjá Sephora þá mæli ég með að kíkja á þessa vöru.
Skref 4
Síðan finnst mér mjög mikilvægt að setja púður undir augun og yfir allt andlitið. Ég er með olíumikla húð þannig það er mjög mikilvægt fyrir mig að púðra en ef þið eruð með þurra húð þá mæli ég með að setja bara púður undir augun eða á T-svæðið.
Ég er mjög hrifin af Banana púðrinu frá Nyx Professional Makeup sem ég hef sagt ykkur frá áður en það birtir augnsvæðið. Ég nota síðan Hydra-Mist Set & Refresh púðrið frá Becca Cosmetics. Þetta púður er kælandi, já kælandi og mjög frískandi að setja yfir andlitið.
SKREF 5*
Kinnalitur og highlighter setur síðan oft punktinn yfir i-ið. Kinnalitur gefur manni líf í andlitið og ferskleika. Ég nota highlighter ekki dagsdaglega en það er einn sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér frá Becca Cosmetics, sem heitir Glow Glaze og er úr Skin Love línunni þeirra. Hann gefur húðinni þennan náttúrulega og ferska ljóma, engin shimmer eða slíkt.
SKREF 6
Augabrúnir eru síðan næstar en ég nota góðan augabrúnablýant, minn uppáhalds er frá Maybelline og heitir Brow Precise. Ég móta þær létt og renn augabrúnageli í gegn.
SKREF 7*
Maskari og Rakasprey. Ég enda síðan alltaf á rakaspreyi og set síðan maskara.
Maskarinn sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér er Paradise maskarinn frá L’Oréal. Mér finnst ótrúlega frískandi að setja á mig rakasprey en það bæði blandar öllu betur saman og tekur í burtu púður áferð. Ég er mjög hrifin af Face Mist-unum frá The Body Shop en þau eru góð fyrir húðina, lítil og því hægt að skella þeim í veskið.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg