fbpx

EINFALDUR EYELINER

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel

Halló!

Ég verð að segja ykkur frá eyeliner sem ég er búin að vera nota seinustu mánuði. Ég er mjög vanaföst þegar kemur að blautum eyeliner. Mér finnst hin fullkomni eyeliner þarf að vera kolsvartur, mattur og auðveldur í notkun. Mér finnst best að nota eyeliner sem er í pennatúss formi. Chanel Beauty gaf nýlega út nýja eyeliner sem ég er ótrúlega hrifin af og varð því að deila með ykkur. Le Liner De Chanel eru ótrúlega auðveldir í notkun, kolsvartir, mattir og haldast vel á, tikka því í öll eyeliner box hjá mér!

EYELINER TIPS:

Mér finnst alltaf best að horfa niður í spegil þegar ég geri eyeliner. Þannig er ég ekki að blikka augunum og skemma eyeliner-inn. Síðan er mikilvægt að fylgja neðri augnháralínunni og mynda eyeliner vænginn þannig.

Ég nota alltaf eyeliner og finnst það gera svo mikið fyrir augun mín. Mér finnst eyeliner móta augun fallega og draga fram það besta.

Ásetjarinn er mjór og er því hægt að gera hin fullkona væng. Það er auðveldlega hægt að stjórna hversu þykkur eyeliner vængurinn er.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

FYRSTU MÁNUÐIRNIR

Skrifa Innlegg