fbpx

ÉG MÆLI MEÐ:

SNYRTIVÖRUR

Gleðilegan laugardag kæru lesendur, mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem eru búnir að vera í mikilli notkun seinustu vikur og mánuði. Þetta eru allskonar hlutir í bland og ekki bara snyrtivörur að þessu sinni xx

 

SJÖSTRAND KAFFIVÉL

Þessi kaffivél er algjör draumur og var eitt af því fyrsta sem ég keypti inn í íbúðina mína og líklegast bestu kaupin. Kaffivélin er í stanslausri notkun og ég er alltaf jafn sátt með kaffið. Þetta er mjög klassísk hönnun og kemur sér ótrúlega vel í litla eldhúsinu mínu. Kaffihylkin flokkast undir lífrænan úrgang sem mér finnst frábært og mjög mikilvægt að reyna sleppa við allt plast.

 

SENSAI LAUST PÚÐUR

Ég er mjög mikið fyrir að nota laust púður þegar ég er að farða en mér finnst ég hafa meiri stjórn á púðrinu þegar það er í lausu formi. Þetta púður frá Sensai er mjög fíngert og gefur ekki “flashback”. Ég nota einungis púður til þess að matta og því kýs ég alltaf að nota litlaust púður.

 

CONVERSE STRIGASKÓR

Núna er vorið loksins að koma og ég er byrjuð að vera í strigaskóm á hverjum degi. Strigaskórnir sem eru búnir að vera í mikilli notkun hjá mér eru þessi heilhvítu strigaskór frá Converse. Mér finnst Converse vera klassík en ég átti alltaf bleika Converse þegar ég var yngri og aldrei að vita nema að ég fjárfesti aftur í slíkum. Mér finnst þeir passa við allt og mjög þægilegt að vera í strigaskóm dagsdaglega.

 

ARMBAND FRÁ PANDORA

Nýlega fékk ég ótrúlega fallegt armband frá Pandora að gjöf og er búin að vera með það nánast daglega síðan. Armböndin frá Pandora eru svo ótrúlega falleg og senda falleg skilaboð. Ég mun þó segja ykkur nánar frá því síðar og mæli ég með að fylgjast vel með á instagraminu mínu, aldrei að vita nema ég seti upp gjafaleik ;-) Þið getið fylgt mér á instagram hér.

 

BRONZE SHIMMER LUMINOUS CREAM – LOVING TAN

Ég enduruppgötvaði þetta um daginn en þetta er instant tan sem gefur húðinni einnig ljóma. Ég var að farða vinkonu mína um daginn og setti þetta á bringuna hennar. Þetta kom svo ótrúlega vel út að ég er búin að nota þetta stanslaust síðan og setti þetta einmitt á fæturnar á mér í gær til þess að fá smá ljóma. Þessi vara er held ég must í sumar!

TOPLESS AND BAREFOOT – ESSIE

Nude naglalökk klikka aldrei og er þessi litur frá Essie engin undartekning. Þessi litur er búin að vera á nöglunum mínum síðustu vikur.

SEBASTIAN PROFESSIONAL DRY SHAMPOO

Þurrsjampó er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga og er ég búin að grípa í þetta mjög mikið. Þetta gefur góða lyfingu og tekur í burtu olíu eða fitu sem kann að myndast í hársverðinum.

 

Ykkur er velkomið að fylgja mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

FÖRÐUNARSPJALL: HEIÐUR ÓSK

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Guðlaug Rúna Guðmundsdóttir

    20. March 2018


    hvar fæst þessi kaffivél ?