fbpx

DRESS DAGSINS

Halló!

Ég klæddi mig upp um daginn sem er orðið frásögufærandi miðað við þennan veikindavetur hjá okkur fjölskyldunni haha. Mér finnst ótrúlega gaman að gera mig til og er það bara eins og hugleiðsla fyrir mig eða allavega farða mig og gera hárið. Það að finna dress getur hinsvegar verið hausverkur hjá mér. Það kannast held ég margir við það að fataskápurinn endi eins og hvirfilbylur eftir að hafa verið að leita af fötum eða vonandi kannast einhver við þetta líka haha! Mig langaði allavega að deila dressi dagsins með ykkur. Mér finnst þetta samt alls ekkert merkilegt en fékk ótrúlega margar spurningar á instagram og ákvað því að henda í bloggfærslu til að svara öllum.

Ég verð líka að segja ykkur söguna á bakvið trefilinn minn. Þessi trefill var búin að vera á óskalistanum mínum í mörg ár en hann var mjög dýr og gat einhvernveginn aldrei réttlætt mér það að kaupa trefil fyrir svona mikið. Þegar ég átti afmæli í september þá gáfu mamma mín og pabbi mér pakka og ég alveg grunlaus opnaði hann og þar var trefilinn. Ég var svo hissa og það komu strax nokkur þakklætistár. Þau eru alls ekki vön að gefa mér svona stóra gjöf en ákváðu að gefa mér því ég var búin að eiga frekar krefjandi tvö ár. Vonandi fannst ykkur gaman að heyra þessa sögu.

Klemma: Sisbis – elska að vera með klemmur í hárinu og fer líka miklu betur með hárið heldur en teygjur.

Trefill: Acne Studios fæst í GK Reykjavík – elsku besti trefilinn minn sem ég er svo ánægð með!

Jakki: Vintage jakki – Leðurjakki sem kærasti minn keypti í London og erum við bæði búin að nota hann mikið.

Veski: Blanche fæst í Húrra Reykjavík – Taska sem ég nota svo mikið. Svo þægilegt að grípa í þessa.

Buxur: ZARA (gamlar) – Ég held að þessar buxur séu ekki til lengur en það eru til fullt öðrum svipuðum í ZARA.

Sólgleraugu: CHIMI fæst í Andrá – Ef það er eitthvað sem ég kaupi alltof mikið af og greinilega ekkert mál fyrir mig að réttlæta þau kaup, þá eru það sólgleraugu!

Skór: Jodis by Andrea Röfn – Uppáhalds skórnir mínir eftir elsku bestu Andreu Röfn. Ég er búin of nota þessa, eins og kannski sést. Þarf að fara þrífa þá. Svo þægilegir og setja punktinn yfir i-ið,

Kjóll: Sage by Saga Sif x Gallerí 17 – Fallegur kjóll eftir Sögu Sif sem ég er líka búin að ofnota.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR BARNIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1