fbpx

DRAUMUR Í DÓS

HÚÐRÚTÍNASAMSTARF

.. eða meira svona draumur í krukku. Mig langar að segja ykkur frá æðislegri tvennu sem ég er búin að vera nota mikið uppá síðkastið. Þetta er næturmaski og augnmaski úr Drops of Youth línunni frá The Body Shop. Þessar vörur er ætlaðar húð sem farin er að sýna sín fyrstu merki um öldrun og er því virkni í þeim. Drops of Youth línan er ætluð 25+, ég er 24 ára og húðin mín er ekki byrjuð að sýna merki um öldrun en það er þó alltaf gott að fyrirbyggja og þessar vörur gefa góða næringu. Áferðin á þessum vörum er ótrúlega en hún minnir mig helst á slím, hljómar mjög skringilega en þær eru yndislegar á húðinni.

*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

DROPS OF YOUTH BOUNCY MASK

Maskinn er ótrúlega frískandi, kælandi og skilur húðina eftir mjúka. Áferðin líkist slími og er mjög þétt. Ég set þykkt lag yfir húðina áður en ég fer að sofa og vakna endurnærð daginn eftir. Það er einnig hægt að nota þennan maska sem rakamaska á kvöldin.

DROPS OF YOUTH BOUNCY EYE MASK

Ég hafði aldrei heyrt um augnmaska og var því mjög spennt að prófa þennan. Augnsvæðið er mjög viðkvæmt og því mæli ég alltaf með að nota vörur sem eru sérstaklega ætlaðar augnsvæðinu. Þessi augnmaski kælir húðina allt að  -1.5°C sem dregur þar að leiðandi úr þroti og þreytu. Hann gefur góðan raka og mér finnst vera sjáanlegur munur fyrir og eftir.

Ég er orðin alveg háð þessum maska og nota hann óspart! Ég nota þetta ýmist sem augnkrem til þess að fá mikinn raka eða sem maska. Það er líka æðislegt að nota þetta áður en maður farðar sig og því fullkomið til þess að undirbúa sig fyrir sérstök tilefni.

Vörurnar eru í einstaklega veglegum pakkningum og eru svo djúsí!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MY LETRA

Skrifa Innlegg